Þriðjudagur 28. mars, 2023
1.8 C
Reykjavik

Bílvelta – Tveir alvarlega slasaðir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alvarlegt umferðaslys átti sér stað um klukkan þrjú í nótt á Meðallandsvegi. Samkvæmt stöðufærslu Lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að bíll hafi oltið skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn og flutti hún tvo alvarlega slasaða af vettvangi. Samkvæmt fréttum á mbl.is lenti þyrlan í Reykjavík um hálf sex í nótt.

Í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi stendur:

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til vegna alvarlegs umferðarslyss á Meðallandsvegi, skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur, um kl. 02:55 í nótt þar sem bifreið hafði oltið. Þyrla LHG var kölluð út og flutti hún tvo alvarlega slasaða af vettvangi á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Vegurinn er lokaður við Þykkvabæ og Seglbúðaveg vegna vinnu á vettvangi og er ljóst að rannsókn mun taka einhvern tíma en að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -