Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Birtir nýjar sláandi myndir af dýrunum á Höfða: „Hryllingurinn tekur sér ekki frí á hátíðisdögum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir hefur birt tvær nýjar færslur á Facebook varðandi „Hryllingnum á Höfða“ í Borgarfirði. Ljósmyndirnar sem fylgja færslunum eru sláandi.

Sjá einnig: Birtir nýjar ljósmyndir frá Höfða: „Dauðastríð lambanna varir lengur en í fjórar klukkustundir“

Organistinn, hestakonan og nýkrýndur dýraverndari ársins 2022, Steinunn Árnadóttir heldur áfram að berjast fyrir sauðfénu frá Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Á laugardaginn skrifaði hún eftirfarandi færslu og birti ljósmynd af hrúti sem misst hafði ull sína eftir áfall. Segir hún bændurnar á Höfða þiggja milljónir frá ríkinu fyrir að stunda dýraníð.

„Framhald á Hryllingnum á höfða

Hryllingurinn tekur sér ekki frí á hátíðisdögum.
Þegar landsmenn gæða sér á lambakjöti á veisluborði fjölskyldunnar á Hvítasunnu er engin undankoma fyrir vesalings lömbin í Þverárhlíð. Þar berjast þau fyrir lífi sínu. Þau sem lifa af eru í kjötborðinu (litlu ódýru lærin) í haust. Það stendur ekkert á umbúðunum hvað þau þurftu að líða.
Viðkomandi bú (Hryllingurinn á höfða) fær milljónir í beingreiðslu frá ríkinu til að framleiða þetta ,,kjöt“. Eða með öðrum orðum:
Hryllingurinn á höfða fær milljónir frá ríkinu að stunda dýraníð.
Og enn betra ,,undir eftirliti“ Mast!
Þessi hrútur er í vörslu nágranna hryllingsins.
Hann er alveg hárlaus. Dýralæknir mat ástand hrútsins þannig að hann hafi orðið fyrir einhverju áfalli, hugsanlega lungnabólgu. Hann hefur fengið hita og sjokkið kemur út þannig að hann missir allt hár og hefur því enga vörn fyrir rigningu og kulda.
Búið er að tilkynna til eiganda um hrútinn á næsta bæ. Engin svör.

Hann verður síðan tilsagður til Borgarbyggðar og væntanlega fer starfsmaður Borgarbyggðar rúnt á trukknum sínum með kerru og færir eiganda þennan vesaling. Það eru sem sé vinnubrögðin í Borgarbyggð um þessar mundir.“

Illa farinn hrútur
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
Hrúturinn hefur misst nær alla ullina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Í færslu sem Steinunn birti í gær er sláandi ljósmynd af hundi með hálf étið lamb í skoltinum.

- Auglýsing -

„Vesalings heimilishundurinn í framhaldssögu minni ,,Hryllingurinn á höfða”:

Hann er líka svangur …“

Svangur hundur.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -