Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Biskup íhugi stöðu sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er bara valdníðsla og stenst enga skoðun. Þjóðkirkjan hefur brotið allar reglur og allur trúnaður til biskups eða yfirstjórnar kirkjunnar er brostinn. Þetta getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist trúnaðarbrot og því síður að honum sé vikið úr starfi út frá því. Engar nýjar reglur um uppsögn presta hafa verið samþykktar og því gilda eldri reglur. Þannig er það og kirkjan verður að starfa eftir starfsreglum. Það þýðir ekki fyrir kirkjuna að segja upp starfsmanni fyrir að fylgja ekki reglum þegar hún sjálf fer ekki eftir reglum. Biskup hefur sannarlega ekki staðið við starfsreglur í þessu máli og þarf einnig að rökstyðja þá fullyrðingu að séra Skírnir hafi brotið starfs- og siðareglur kirkjunnar,“ segir Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, um brottvikningu séra Skírnis úr embætti.

„Þetta er svo yfirgengileg valdníðsla og svo algjörlega yfir mig gengið að yfir þessu get ég ekki þagað.“

Aðspurður um hvort hann telji eðlilegt að biskup endurskoði ákvörðun sína hefur hann þetta um málið að segja: „Þessi staða er svo alvarleg að biskup þarf að horfa í eigin barm og svo alvarleg að biskup þarf að íhuga stöðu sína. Það er ekkert öðruvísi. Það ætti að vera þannig að ef einhver ætti að kunna að hegða sér þá sé það kirkjan. Þetta er svo yfirgengileg valdníðsla og svo algjörlega yfir mig gengið að yfir þessu get ég ekki þagað. Þarna er verið að brjóta á einum af mínum bræðrum og ég get ekki sætt mig við það á nokkurn máta. Mér finnst þetta alveg út í hött.“

Sjá einnig: Uppljóstrarinn sem biskupinn rak

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -