Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Biskupsritari fékk haturspóst inn um lúguna: „Eina leiðin er meiri mennska, kærleikur og lýðræði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Haturspóstur beið hjónanna Péturs og Margrétar er þau komu heim til sín á föstudaginn var. Pétur segir þetta sýna að baráttunni er ekki enn lokið.

Pétur G. Markan biskupsritari birti í dag færslu á Facebook þar sem hann segir frá hatursfullu bréfi sem beið hans og konu hans er þau komu heim til sín á föstudaginn. Bréfið var stílað á þau bæði og var troðfullt af fordómum og hatri. Pétur gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi fyrir umfjöllunina um færsluna en áréttaði að barátta hinsegin samfélagsins eigi ekki að snúast um þau og því vildi hann engu bæta við færsluna.

„Þetta bréf beið okkar í bréfalúgunni heima föstudaginn 22. júli. Kom með öðrum pósti og satt best að segja hafði ekkert sérstakt yfirbragð á sér. Umslagið stílað á okkur saman, póststimplað í Reykjavík.

Innihaldið hins vegar vitnisburður um að baráttan stendur enn yfir.
Í sjálfu sér talar hatrið greinilegu máli, engin sérstök ástæða til að kryfja það frekar. Við ætlum heldur ekki að tíunda hvaða verkefni það eru sem við höfum unnið og skilað okkur þessum skilaboðum. Þau fölna í verkum annars fólks sem hefur staðið vaktina, barist og helgað lífi sínu baráttu mannréttinda og viðurkenningar.
Hitt er mikilvægara að segja; við erum hvergi nærri hætt.
Eina leiðin er meiri mennska, kærleikur og lýðræði.
Með skáldskap Harðar Torfa;
Gefð ’onum blóm.
Já, gefð ‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -