Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Þyrla Gæslunnar bjargaði göngumanni í Bjarnarfjalli: Þjóðverjinn fannst látinn á sömu slóðum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Á fjórða tímanum í nótt barst lögreglu og björgunarsveitum tilkynning um göngumann sem var kominn í sjálfheldu í hlíðum Bjarnarfjalls í Hvalvatnsfirði. Aðgerðarstjórn og björgunarsveitir voru kallaðar á vettvang.
Göngumaðurinn var á svipuðum slóðum og þar sem þýski ferðamaðurinn fannst látinn.
Sjá nánar hér.
Á svæðinu eru brattar skriður sem eru mjög lausar í sér og því afar varasamar og hættulegar aðstæður. Þyrla landhelgisgæslunar var send á staðinn til aðstoðar. Um fimm klukkustundum síðar eða rétt fyrir klukkan níu í morgun var sendur sigmaður úr þyrlunni og göngumaðurinn hífður um borð. Maðurinn var sendur til aðhlynningar á Akureyri en blessunarlega kenndi hann sér ekki meins. 60 manns komu að björguninni.
Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út tilkynningu á fésbókarsíðu sinni sem má lesa hér í heild sinni:
Kl. 03:42 bárust lögreglu og björgunarsveitum upplýsingar um göngumann sem var kominn í sjálfheldu í hlíðum Bjarnarfjalls í Hvalvatnsfirði. Símasamband náðist við manninn, sem var ágætlega á sig kominn en búinn að vera í sjálfheldunni í nokkrar klukkustundir og búinn að reyna lengi án árangurs að koma sér úr henni. Aðgerðarstjórn var kölluð saman og björgunarsveitir kallaðar út. Nokkra stund tók að fá nákvæma staðsetningu á manninum en þegar það tókst kom í ljós að hann var á svipuðum slóðum og þýski ferðamaðurinn sem lést þarna í fjallgöngu fyrir nokkrum dögum. Þarna eru brattar og lausar skriður í sjó fram og því afar hættulegar aðstæður.
Vegna erfiðra aðstæðna á vettvangi var óskað eftir þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að aðstoða við björgunina. Einnig var björgunarsveitum stefnt á vettvang úr tveimur áttum á landi og einnig voru tveir bátar björgunarsveita sendir á vettvang. Um 60 manns unnu að aðgerðinni.
Kl. 08:40 var þyrla komin á vettvang og tókst að senda niður sigmann og hífa manninn um borð. Hann var fluttur til Akureyrar og kenndi sér ekki meins en er reynslunni ríkari.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -