Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Bjarni Ben fékk það óþvegið frá Pírötum: „Af hverju ertu svona? Þarftu alltaf að ljúga?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson fékk aldeilis að heyra það á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) en hann skrifaði færslu þar í fyrradag þar sem hann skaut á Pírata.

„Í dag er pabba og afadagur í leikskólanum. Ég mæti í kaffi sem stoltur afi. Það er ótrúlegt en satt að nokkrir þingmenn vildu breyta kenninöfnum í mannanafnalögum. Ég væri ekki lengur afi heldur foreldri foreldris. Vitleysan ríður ekki við einteyming.“ Þannig hljóðaði færsla Bjarna og við hana birti hann skjáskot af frumvarpi Pírata sem má sjá hér fyrir neðan.

Píratar og aðrir andstæðingar Bjarna voru ekki lengi að svara forsætisráðherra og sökuðu hann um villandi framsetningu.

Söngkonan Salka Sól Eyfeld endurbirti færslu Bjarna og skrifaði:

„Þessir drengir sem geta ekki lesið sér til gagns..hann fékk þó að fara í leikskólann, mín börn eru að fara inní vikur þrjú í verkfalli og honum er bara drull.“

- Auglýsing -

Andrés Ingi Jónsson, einn af þeim sem lagði frumvarpið fram svaraði Bjarna og sagði hann snúa út úr málinu:

„Leiðinlegt að sjá þig snúa svona út úr máli sem snýst um að auka sveigjanleika í mannanafnalögum. Frekar en að mega bara kenna ófeðrað barn til afa síns erum við víkka það út til allra stórforeldra (stórgott nýyrði sem kom eftir þessa fyrstu birtingu málsins).“

Erlendur nokkur svaraði einnig og spurði hvað Bjarni hefði á móti ömmum:

- Auglýsing -

„Tillagan snerist nú bara um það að breyta þessu þannig að heimilt væri að kenna við afa eða ömmu, en ekki bara við afa eins og nú er. Hvað hefur þú á móti íslenskum ömmum?“ Bætti hann einnig við skjáskoti máli sínu til stuðnings.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, frambjóðandi Pírata svaraði forsætisráðherranum einnig:

„Þetta er bara ekki rétt. Ég veit ekki alveg hvort er verra — að þú snúir viljandi út úr til að veiða einhver atkvæði með að ýta undir einhvern ímyndaðan ótta, eða að þú sem stjórnmálamaður og fyrrverrandi forsætisráðherra hafir ekki betri lesskilning á frumvarpi.“

Steingrímur Arason sakaði Bjarna um lágkúru:

„Þú veist betur en þetta en kýst engu að síður að koma með þetta svona fram. Lágkúra.“

Friðrik Jónsson spurði Bjarna áleitinna spurninga:

„Af hverju ertu svona? Þarftu alltaf að ljúga?“

Heiðar nokkur er nokkuð ómálefnalegur í sínu svari til Bjarna:

„Ertu að beita barnabarninu þínu í áróður gegn jafnréttissjónarmiði? viðbjóðurinn þinn.“

Fifi einhver tjáði sig einnig í athugasemdakerfinu:

„Hélt þú værir maður frelsis einstaklingsins. En það er eins og áður bara einhver frasi útí loftið.“

Guðlaugur Jón talaði tæpitungulaust í sínu svari:

„Ég veit að þú ert ekki svona vitlaus, en bara til að árétta: Það á EKKI að banna orðin afi og amma. Það ætlar ENGINN að breyta því hvernig fólk talar. Það er verið að breyta orðalagi í örfáum málsgreinum til að lögin nái yfir breiðari hóp. Afar og ömmu eru áfram afar og ömmur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -