• Orðrómur

Bjarni segir okur tryggingafélaganna óstöðvandi: „Þetta er allt orðið rotið og sjúklegt á íslandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í Facebookhópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“ vekur Bjarni Halldórsson athygli á háu verði bifreiðatrygginga á Íslandi.

Umræða um svimandi hátt verðlag á öllu sem tengist bílum á Íslandi er engin nýlunda, en Bjarni setur hinsvegar upp samanburð við tryggingaverð á Spáni, þar sem hann virðist þekkja til.

Þar segir hann að skyldutrygging fyrir bíl, í þessu tilfelli Opel Corsa, kosti á Spáni 240 evrur á ári, eða um 36 þúsund krónur. Á Íslandi segir hann að skyldutrygging til eins árs fyrir samskonar bíl kosti í það minnsta þrisvar sinnum meira. Hann segir almennt verslunarverðlag á Spáni vera nálægt 50-60 prósent af verðlagi á Íslandi. Á því megi sjá að tryggingafélög skeri sig úr, með muninn milli landanna tveggja hlutfallslega mun meiri en munurinn á almennu verðlagi sé. Bjarni birtir mynd af kvittun máli sínu til stuðnings.

Í athugasemdum undir færslunni taka margir undir óánægju Bjarna með tryggingafélögin. Eli nokkur ber saman fleira en tryggingar. Til að mynda segist hann borga 30 þúsund krónur í fasteignagjöld á Spáni, en 400 þúsund hér á Íslandi. Hann segir einnig að tryggingar fyrir fornmótorhjól á Spáni kosti hann 15 þúsund, á meðan hann þyrfti að borga um 200 þúsund hér á landi.

Maður að nafni Þorsteinn bendir á að tryggingafélög hérlendis hafi skilað hagnaði síðastliðinn áratug eða meira.

„Þeir brutu lög fyrir „hrun“ og lærðu eftir „hrun“ bara að fela það betur,“ segir Steinþór í athugasemd sinni.

- Auglýsing -

Ragnar nokkur telur ástandið hafa versnað eftir að bankarnir fóru að eignast hlut í tryggingafélögunum í auknum mæli:

„Það er dagljóst að tryggingarfélögin fara fram með offorsi í verðlagningu á tryggingum og það hefur versnað umtalsvert eftir að mafían eða svokallaðir bankar hafa eignast tryggingarfélögin. Iðgjöldin fara fyrst og fremst í að greiða einhverjum kúkalöbbum arð. En það sem fer í bótasjóði er bara brot af iðgjöldunum. Þetta er bara enn eitt dæmið um óheiðaleika bankanna.“

„Þetta er allt orðið rotið og sjúklegt á íslandi, enda er ég fluttur þaðan,“ segir Arnar í athugasemd.

- Auglýsing -

Með færslu sinni í hópinn deilir Bjarni grein þar sem fjallað er um að íslensk tryggingafélög séu þessa dagana til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Það mun vera vegna þess að félögin hafi rætt verðlagningu sína innan sameiginlegra hagsmunasamtaka.

Í erindi Samkeppniseftirlitsins til tryggingafélaganna og SFF, Samtaka fjármálafyrirtækja, segir eftirfarandi:

„Tjái forsvarsmenn hagsmunasamtaka keppinauta sig opinberlega um verðlagsmál eða haldi uppi vörn um verðlagsstefnu aðildarfélaga samtakanna, þá sé það væntanlega á grundvelli fyrir fram mótaðra hugmynda eða stefnu um slík mál, sem hlýtur að grundvallast á umræðu sem farið hefur fram innan hagsmunasamtakanna. Slík verðlagsumræða innan hagsmunasamtaka samrýmist ekki banni samkeppnislaga um verðsamráð.“

Eftir að svör frá SFF hafa borist Samkeppniseftirlitinu vegna erindis þess mun ákvörðun verða tekin um það hvort málið skuli rannsakað frekar.

Undir færslu Bjarna í Facebookhópnum segir Kristján á þessum nótum:

„Nú þarf ekkert samráð lengur, aðeins þegjandi samþykki.“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -