Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Bjarni tilnefnir Gunnar Jakobsson í embætti varaseðlabankastjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Bene­dikts­son, fjármála- og efnahagsráðherra hefur tilnefnt Gunnar Jakobsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. For­sæt­is­ráðherra skip­ar vara­seðlabanka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika Seðlabanka Íslands til fimm ára í senn.

Forsætisráðherra auglýsti 3. október 2019  eftir varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika.

Þriggja manna hæfn­is­nefnd var skipuð af fjár­mála- og efna­hags­ráðherra til að meta hæfni um­sækj­enda um embætti vara­seðlabanka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika hjá Seðlabanka Íslands. Lauk nefndin störfum sl. mánudag. Niðurstaða hennar var að meta fimm umsækjendur mjög vel hæfa til að gegna embættinu.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur nú farið yfir gögn málsins, niðurstöður hæfnisnefndarinnar og tekið viðtöl við þá fimm einstaklinga sem nefndin mat mjög vel hæfa. Að loknu heildarmati hefur ráðherra ákveðið að tilnefna Gunnar Jakobsson í embættið.

Gunnar Jakobsson er lögfræðingur að mennt, með MBA próf frá Yale og hefur undanfarin ár gegnt stjórnunarstöðum hjá Goldman Sachs, fyrst í New York og nú síðast sem framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í London.

Um­sækj­end­ur um embætti vara­seðlabanka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika voru:
Arn­ar Bjarna­son, lektor og fram­kvæmda­stjóri
Ásdís Kristjáns­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur og for­stöðumaður efna­hags­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins
Guðrún Johnsen, hag­fræðing­ur
Gunn­ar Jak­obs­son, lög­fræðing­ur
Hauk­ur C. Bene­dikts­son, hag­fræðing­ur
Jón Þór Sturlu­son, aðstoðarfor­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins
Kristrún Heim­is­dótt­ir, lög­fræðing­ur
Óttar Guðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga
Tóm­as Brynj­ólfs­son, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu
Yngvi Örn Krist­ins­son, hag­fræðing­ur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -