Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Björgunarsveitarmenn kvarta undan fyllerí við gosið: „Þjóðhátíð var í síðustu viku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Talið er að ríflega fimm þúsund manns hafi lagt leið sína að gosinu í Meradölum í gær. Ljóst er að þar var misjafn sauður í mörgu fé. Margir voru áberandi illa klæddir, jafnvel berfættir.

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, kvartar undan drykkjuskap ferðalanga í samtali við RÚV. Þrátt fyrir þetta voru engin alvarleg slys í gær þó margir hafi ofkælst.

Bogi segir auðvelt að forðast ofkælingu, fólk þarf að klæða sig eins og fullorðið fólk. Hann segir að þeir sem ofkældust í gær hafi verið í stuttbuxum og stuttermabolum.

Bogi biðlar svo til almennings að láta áfengi eiga sig þegar gosið er skoðað. „Það var Þjóðhátíð í síðustu viku. Þetta er ekki brenna og það verður ekki flugeldasýning,“ segir Bogi við RÚV.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru við gosið í gær:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -