Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Björgvin Páll segist hafa reynt að biðjast afsökunar: „Minn tilgangur er að vera góð fyrirmynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þar sem að mál okkar Kristjáns hefur verið sent inn til EHF (af PAUC) þá vil ég loka þessu öllu saman frá mínum bæjardyrum. Í fyrsta lagi þá finnst mér gjörsamlega galið að þetta mál hafi farið svona langt og hefði ég kosið að leysa þetta með símtali eða hitting, en það var ekki ósk Kristjáns,“ skrifar Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta. Ágreiningur á milli Björgvins og Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns landsliðsins hefur verið til umfjöllunar upp á síðkastið en í gær setti Kristján inn færslu á Facebook þar sem hann birtir skjáskot af skilaboðum frá Björgvini. Sá síðari skrifaði um sína hlið málsins á Facebook í dag og gagnrýnir ákvörðun Kristjáns að fara með málið í fjölmiðla í stað þess að ræða það þeirra á milli.

Kristján hefur átt erfitt andlega, hann greindi frá því í samtali við Vísi að hann glímdi við kulnun. Kristján sagðist ætla að taka frí frá handbolta en stuttu síðar ákvað hann að spila með franska liðinu PAUC á móti Vali í Evrópudeildinni í handbolta Í kjölfarið fékk hann send löng skilaboð frá Björgvini. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun. Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar útfrá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver… þá ég. Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að sért með kulnun er vanvirðing við alla þá sem hafa lennt í slíku (3-12 mánaða erfitt ferli að ná sér uppúr). Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað. Eins og þú veist þá er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunnar.

Ef að það er ekki þinn vilji að spila. T.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarfu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman. Ef að það er hinsvegar þín löngun að spila og þú hafir gert mistök með þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að minu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andlega veikindi.

– Ég var rétt í þessu að spjalla við forseta félagsins og útskýra fyrir honum þetta allt saman. Gjörsamlega galið og óásættanlegt að klúbburinn láti þig spila þennan leik í þinni stöðu. Með skilaboðunum var ég að reyna opna augu þin fyrir því hvernig þessir leikir yrðu. Var að vona að þú eða einhver í kringum þig hefði gripið inni. Það að klubburinn setji þig þessa stöðu er galið. Ef þú heldur að eg skilji ekki þina stöðu þa vona ég að þu hafir lesið bokina mina og vitir mina sögu. Allar sjalfsvigstilraunirnar i kringum mig og mina fjölskyldu. Mer er annt um þig og þina heilsu! Ég myndi mæla með því að þú ferðist ekki með liðinu heim. Væri þá til í að hitta þig i spjalli.“

Björgvin segist ekki ætla að gefa kost á sér í næsta landsliðsverkefni. Færslu Björgvins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

 

- Auglýsing -

Þar sem að mál okkar Kristjáns hefur verið sent inn til EHF (af PAUC) þá vil ég loka þessu öllu saman frá mínum bæjardyrum. Í fyrsta lagi þá finnst mér gjörsamlega galið að þetta mál hafi farið svona langt og hefði ég kosið að leysa þetta með símtali eða hitting, en það var ekki ósk Kristjáns. Harma það að það sé búið að draga Val inn í þetta allt saman vegna þess að ég taldi að um samskipti milli liðsfélaga landsliðsins væri að ræða. Ég tel að það sé ekki góður staður að vera á þegar leikmenn ákveða að brjóta öll lögmál þess að vera liðsmaður og hvað þá landsliðsmaður og birta persónuleg skilaboð sem hugsuð eru til þess að hjálpa liðsfélaga í vanda. Það var í það minnsta tilgangur minn með þessum skilaboðum og svo geta menn haft sínar skoðanir á því öllu saman með því að skoða samskiptin sem hafa farið okkar á milli (sjá hér að neðan). Ég játa það fúslega að hafa verið of harðorður og hef ég reynt að biðjast afsökunar á því. Ég er þannig gerður að ég tala frekar við fólk en um fólk og set hlutina því frá mér umbúðalaust þegar ég er að tala eða skrifast á við fólk sem ég tel vini, samstarfsfélaga eða liðsfélaga, eins og í þessu máli. Þar sem að Kristján hefur ekki sýnt neinn vilja á að tækla þetta mál utan fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá setur það HSÍ og landsliðið líklega í smá vandræði þar sem að það styttist óðfluga í næsta landsliðsverkefni. Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurnum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið). Ef að svo ólíklega vill til að Kristján sé tilbúinn að ræða málin þá tek ég því samtali auðvitað opnum örmum. Það mun samt ekki hagga ákvörðun minni gagnvart næsta verkefni landsliðsins vegna þess að ég vil að öll athyglin í leikjunum okkar gegn Ísrael og Eistlandi sé á handboltanum, liðið á það skilið. Það sem auðveldar mér þessa ákvörðun er að ég er í töluverðum mínus hjá konu og börnum eftir mikið af ferðalögum tengt landsliðinu og Val á þessu tímabili. Það sem að mér finnst verst í öllu þessu máli er að ég er sjálfur farinn að setja spurningarmerki við þá vinnu sem ég hef verið að sinna utan handboltans. Minn tilgangur í lífinu er að vera góð fyrirmynd og hjálpa öðrum að líða betur og hefur mér mistekist í það minnsta í þessu tilviki og mun reyna að læra af þeim mistökum.

Það eru held ég allir sammála um að svona mál eiga ekki heima í fjölmiðlum og skora ég á vini, samstarfsfélaga eða fólk í liðsíþróttum að draga lærdóm af þessu máli. Vona eins að fjölmiðlar dragi lærdóm af þessu þar sem að um andleg veikindi er að ræða og öll umfjöllun (sérstaklega af þessari stærðargráðu) getur stækkað vandamálið og aukið á vanlíðan.

Set hér fyrir neðan þau samskipti sem hafa birst nú þegar í fjölmiðlum til þess að auðvelda fólki að ná utan um hlutina.

- Auglýsing -

Eins er hér að finna viðtalið við Kristján sem var upphafið af þessu öllu :

https://www.visir.is/…/88d102b4-8544-4816-954d…

Þau skilaboð sem birst hafa í fjölmiðlum :

Björgvin :

– Var að sjá Vísir.is. Leiðinlegt að heyra stöðuna á þér. Passaðu uppá heilsuna. Hún er mikilvægust. Handboltinn er aukaatriði. Þegar heilsan, orkan og viljinn kemur aftur þá verðurðu óstöðvandi. Taktu þinn tíma.

– Er Anti erfiður gagnvart þér og eins þessari stöðu? Hef slæma reynslu af honum. Líklega erfiður gæi í svona málum. Gæti þetta ekki verið síðasti leikurinn hans um helgina? Það gæti gefið þér fresh start

– Hef aðeins verið að astoða aðila sem lenda í þessari stöðu þinni og ef það er eitthvað þá hóarðu.

Kristján :

– Takk kærlega fyrir, vinur

– Hreint út sagt þá er ég kominn með uppí kok af honum, og stjórnin sömuleiðis. Hann á ekki mikið eftir með okkur, segja þeir mér.

– En ég kem með liðinu til íslands, og ákveð með Jóhanni sálfræðingi hvort ég geti spilað eða ekki

Björgvin :

– Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun. Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar útfrá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver… þá ég. Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að sért með kulnun er vanvirðing við alla þá sem hafa lennt í slíku (3-12 mánaða erfitt ferli að ná sér uppúr). Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað. Eins og þú veist þá er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunnar.

Ef að það er ekki þinn vilji að spila. T.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarfu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman. Ef að það er hinsvegar þín löngun að spila og þú hafir gert mistök með þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að minu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andlega veikindi.

– Ég var rétt í þessu að spjalla við forseta félagsins og útskýra fyrir honum þetta allt saman. Gjörsamlega galið og óásættanlegt að klúbburinn láti þig spila þennan leik í þinni stöðu. Með skilaboðunum var ég að reyna opna augu þin fyrir því hvernig þessir leikir yrðu. Var að vona að þú eða einhver í kringum þig hefði gripið inni. Það að klubburinn setji þig þessa stöðu er galið. Ef þú heldur að eg skilji ekki þina stöðu þa vona ég að þu hafir lesið bokina mina og vitir mina sögu. Allar sjalfsvigstilraunirnar i kringum mig og mina fjölskyldu. Mer er annt um þig og þina heilsu! Eg myndi mæla með því að þú ferðist ekki með liðinu heim. Væri þá til í að hitta þig i spjalli.

Missed voice call (fra Kristjáni í Björgvin) : Líklega óvart

Björgvin :

– Varstu að hringja

– Var að borða með kids

– Ef þú vilt chat-a þá læturðu mig vita. Ef ekki þá væri fínt að vita það líka. Svona fyrst þú varst að hringja. Annars óska ég þér góða bata og gangi þér vel í öllu þínu.

Björgvin : Eftir að Kristján fór að spila aftur með PAUC

– Gaman að sjá comeback-ið. Til í spjall í kvöld?

Kristján :

– Nei takk

Björgvin : Í kjölfar viðtals sem Kristján gaf þar sem hann ræddi innihald skilaboðanna og síðan myndbirt þau á Facebook síðu sinni

– Alltaf til í spjall af þú vilt

– Skil núna afhverju þú hefur ekkert svarað mínum skilaboðum né símtölum allt frá því að leikurinn okkar fór fram. Þú vildir greinilega fara þá leið að tækla þetta í gegnum fjölmiðla sem mér finnst ekki rétt nálgun. Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna hjálpa þér. Þu kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega með að nota orðið “bíó“. Það var lélegt hjá mér og biðst afsökunar á því. Andlega málefni eru mér mjög náin enda móðir mín og systir reynt fjöldan allan af sjálfsvígum og þess vegna triggeraði þetta mig aðeins og þá sérstaklega þegar forseti félagsins fór að bulla eitthvað eftir leik. Sjálfur er ég á misjöfnum stað andlega og veit ekki hversu mikið þú veist um mína sögu

https://www.mbl.is/…/koma_dagar_thar_sem_mig_langar…/

– Ég skora á þig að lesa allt okkar samtal aftur frá upphafi (eða á öðrum miðlum sem ég hef sent á þig) og athugaðu hvort þú sjáir ekki að ég meira að reyna að hjálpa þér en ekki. Ef að það er eitthvað þá er ég alltaf klár í chat-ið. Væri til í að sjá okkur spila vel úr framhaldinu. Minn faðmur er opinn og er peppaður að sjá þig blómstra með bæði PAUC og svo með landsliðinu. Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki þá er þín vegferð rétt að byrja og held að þú getur orðið virkilega flott fyrirmynd með því bæði að standa þig í boltanum og eins með því að vera opinn og hreinskilinn með þín mál. Getur ekki ímyndað þér hvað að eru margir krakkar og ungmenni sem eru á virkilega slæmum stað og þurfa á góðum fyrirmyndum að halda. Ég held með þér Donni minn

-Þú talaðir um í fréttinni að ég hefði bara getað hringt. Ég hef reynt það núna í 5 vikur og þess vegna færðu þetta allt frá mér á skilaboðunum. Ég vona að þú hafir sýnt Jóhanni Inga öll okkar samskipti og væri gaman að heyra hvað hann hefur um málið að segja. Er í lagi að ég screenshot-i allt samtalið og sendu honum það? Ef ég heyri ekkert frá þér þá geri ég ráð fyrir því að okkar samskiptum sé lokið og óska þér velfarnaðar í framtíðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -