Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Björk um samskiptin við Katrínu forsætisráðherra: „Mér finnst óheiðarlegt sem Katrín gerði“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, hafa verið óheiðarlega í samskiptum við hana fyrir fund á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir þremur árum.

Björk ræddi málið í Víðsjá á Rás 1.

Áður hafði Björk greint frá því í viðtali við dagblaðið The Guardian, í síðasta mánuði, að hún og Greta Thunberg, aðgerðarsinni í loftslagsmálum, hefðu gert samkomulag við Katrínu forsætisráðherra, þess efnis að hún myndi lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum á viðburði árið 2019.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Ekki kom fram í viðtalinu um hvaða viðburð Björk hefði verið að vísa til.

En Björk og Greta Thunberg vonuðust innilega til þess að það myndi setja þrýsting á stjórnvöld á Íslandi um aðgerðir í loftslagsmálum.

Þegar að því kom að Katrín átti að gefa út yfirlýsinguna hefði hún hætt við, og það á síðustu stundu, eftir því sem Björk segir.

- Auglýsing -

Í Víðsjá segir Björk að hún hafi verið í samskiptum við Katrínu fyrir ráðstefnuna; varað hana við því að þær Greta Thunberg ætluðu að skora á forsætisráðherra Norðurlanda að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum; að fundurinn yrði uppstilltur gegn Katrínu að miklu leyti vegna þessa.

|||||||||
Greta Thunberg.

Kemur fram að Björk segist hafa boðið Katrínu að vera með þeim Gretu Thunberg í að skora á stjórnvöld á Norðurlöndum og lýsa yfir neyðarástandi; segja að stjórnvöld hér á landi væru að vinna í því:

„Það sem mér finnst kannski smá óheiðarlegt sem Katrín gerði, er að hún hefði kannski átt að segja þarna: „Nei þetta er aðeins of djarft fyrir mig, við stjórnvöld ætlum ekki að vera með“ en það sem hún sagði var: „Þið þurfið ekki að halda þennan blaðamannafund því ég ætla að lýsa þessu yfir hvort eð er í ræðunni minni hjá Sameinuðu þjóðunum.“

- Auglýsing -

Björk segist hafa treyst Katrínu forsætisráðherra:

„Síðan beið ég eftir ræðunni og hún sagði ekki neitt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -