Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Björn hefur fengið nóg af klinkinu: „Útilokað ég nenni að eltast við slíkt drasl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Samfélagsrýnirinn Björn Birgisson úr Grindavík spáir því að fljótlega þurfi Íslendingar að fara hugsa í 500 krónum sem lágmarki þegar kemur að verðlagi hér á landi. Hann telur smámyntina algjört drasl og er löngu hættur að reikna með smápeningunum.
Björn segir skoðuna sína í færslu á Facebook þar sem hann segir virðinguna fyrir krónunni vera litla sem enga. Rýrnun hennar sé allt of hröð þannig að smámyntinn sé í raun útilokuð.
„Þegar ég reikna út verð á einhverju, til dæmis harðfiski, út frá hefðbundinni viðmiðun, kílóverðinu, hagræði ég nánast alltaf niðurstöðunni, oftast til hækkunar í næsta hundrað, stöku sinnum til lækkunar í næsta hundrað,“ segir Björn harðfisksali og heldur áfram:
„Þannig að öll smámynt er útilokuð.
Smámynt í þessu sambandi er:
1 króna
5 krónu peningur
10 krónu peningur
50 krónu peningur
100 krónu peningurinn fær enn að vera með, en með hraðanum á rýrnun krónunnar styttist í að allt hlaupi á 500 krónum og svo áður en langt um líður á 1000 krónum.
Það er útilokað að ég nenni að eltast við verðlausa smámynt og ég einfaldlega býð ekki viðskiptavinum mínum að þurfa að reiða slíkt drasl fram!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -