Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Björn segir þá ætla að hrúga flóttamönnum í myglað hús: „Löglegt en algjörlega siðlaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsrýnirinn Björn Birgisson úr Grindavík segir að áform um að hýsa flóttamenn í húsinu sem stendur við Víkurbraut 58 í Grindavík séu með öllu siðlaus. Björn segir þetta slóttuga leið til að nýta húsnæði sem sé ekki mönnum bjóðandi. Húsið sé grautmyglað og því hafi enginn hótelrekstur verið leyfður þar. Til að hýsa flóttamenn þurfi þó enga vottun frá heilbrigðiseftirlitinu.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Björns í heild sinni.

Löglegt en siðlaust?

Get mér þess til að eigendur hússins við Víkurbraut 58, áður félagsheimilið Festi og síðast hótel undir nöfnunum GEO hótel og Volcano hótel, hafi boðið aðgerðahópi Gylfa Þórs að nýta húsnæðið til að vista þar flóttamenn.

Sé það rétt er það nokkuð slóttug leið til að komast hjá hindrunum sem augljóslega eru í leiðinni.

Myglunni í húsinu annars vegar.

- Auglýsing -

Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja hins vegar.

Þar sem heilbrigðiseftirlitið lokaði húsinu vegna myglu gæti maður haldið að enginn færi þar inn nema að undangenginni úttekt þess sem lokaði.

Svo er ekki.

- Auglýsing -

Heilbrigðiseftirlitið hefur afskipti af leyfisskyldri starfsemi, eins og hótelrekstri, en húsnæði fyrir móttöku flóttamanna kallar ekki á slík afskipti.

Þarna er gat í kerfinu, gat sem hugsanlega er verið að nýta til að koma húsinu í gagnið og hala inn einhverja peninga fyrir eigendur hússins sem er víst hópur fjárfesta í Reykjavík.

Húsnæði fyrir flóttamenn er ekki leyfisskylt – þar er gatið í lögunum!

Unnið hefur verið að ýmsum endurbótum og þrifum á húsnæðinu, en hvort það hættir að vera heilsuspillandi kemur vitaskuld ekki í ljós fyrr en eftir faglega úttekt heilbrigðiseftirlitsins.

Ef marka má ferli málsins hingað til virðist stefnt að því að komast framhjá þeirri úttekt.

Í hnotskurn má segja þetta svona:

**********

Aðgerðahópur á vegum félagsmálaráðherra Vinstri Grænna, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, er með plön um að fylla öll herbergi húsnæðis, sem dæmt hefur verið óhæft vegna myglu, af flóttamönnum í leit að öryggi og betra lífi.

Þetta hljómar afleitlega.

**********

Samkvæmt mínum heimildum eru engar líkur á að Grindavíkurbær komi að neinum samningum við ríkið varðandi það sem er að gerast.

Hvernig eiga bæjarfulltrúar að samþykkja fyrir sitt leyti að hrúga flóttafólki inn í húsnæði sem dæmt hefur verið óhæft vegna myglu, án þess að það hafi fengið endurnýjað heilbrigðisvottorð frá réttum aðilum?

**********

Það skrýtna er að það er hægt að fylla húsið af fólki án þess að semja um það við bæinn og án þess að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja leggi blessun sína yfir húsnæðið.

Það er gat í löggjöfinni sem löglærðir menn hafa komið auga á, gat sem hugsanlega er hægt að nýta sér til tekna undir því yfirskyni að verið sé að hjálpa flóttafólki.

Hvað sagði Vilmundur heitinn svo oft?

Löglegt en algjörlega siðlaust

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -