Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Bláa lónið tekjulaust í apríl og tekjulítið í maí – Kemur ekki til greina að greiða út arð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

164 starfsmönnum Bláa lónsins var sagt upp í störfum í síðustu viku og öðrum 400 starfsmönnum var boðið skert starfshlutfall og geta þá sótt um hlutabætur hjá Vinnumálastofnun á móti. Flestir þeirra sem fara á hlutabætur fara niður í 25% starfshlutfall.

Margir hafa gagnrýnt fyrirtækið fyrir að nýta sér þetta úrræði, að skerða starfshlutfall starfsmanna, í ljósi þess að fyrirtækið greiddi hluthöfum 4,2 milljarða í arð í fyrra.

Spurður út í þetta í morgunútvarpi Rásar 1 og 2 í morgun sagði Grím­ur Sæmundsen, for­stjóri Bláa lóns­ins: „Þetta er eðlileg spurning en kjarninn er þessi að við erum að reyna að verja þessi 600 störf.“ Hann sagði að ef fyrirtækið hefði ekki nýtt sér úrræðið þá hefðu uppsagnirnar orðið fleiri og „höggið“ þannig meira.

Fjöldi starfs­manna eft­ir uppsagnir er um 600 og þeir starfsmenn sem halda óbreyttri stöðu hjá fyrirtækinu eru um 200 talsins. Grímur sagði Bláa lónið nú vinna með stjórnvöldum að því að verja þessi 600 störf.

Grímur sagði uppsagnirnar vera nauðsynlegar aðgerðir en hann reiknar með að fyrirtækið verið tekjulaust í apríl og tekjulítið í maí. Hann sagði þá að hægt sé að gera ráð fyrir að tekjur ársins verið 50% minni en upphaflega hafði verið reiknað með.

Eins og áður sagði greiddi fyrirtækið hluthöfum 4,2 milljarða í arð í fyrra. Hann sagði ekki koma til greina að fyrirtækið greiði hluthöfum út arð í ár. „Það er fráleit hugsun í mínum huga,“ sagði Grímur.

- Auglýsing -

Nýta tímann í viðhaldsvinnu

Aðspurður hvað starfsmenn Bláa lónsins séu að gera nú þegar lónið er lokað sagði Grímur að verið sé að nýta tímann í að „halda grunnstoðum félagsins gangandi”. Sömuleiðis sé starfsfólk að sinna viðhaldsverkefnum og að starfrænni þróun.

Sjá einnig: Bláa lónið segir upp 164 starfsmönnum: „Þungbær en óhjákvæmileg aðgerð“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -