Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Blönduóssmálið – Saksóknari fellur frá ákæru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki verður gefin út ákæra á hendur sakborninga vegna manndráps sem átti sér stað á Blönduósi í ágúst síðastliðnum. Telur héraðsaksóknari málið ekki líklegt til sakfellingar.

Feðgar yfirbuguðu og réðu manni bana á heimili þeirra, eftir að sá síðarnefni fór inn um ólætar dyr og skotið eiginkonu og móður sakborninganna til bana. Atlaga feðganna átti sér stað meðan árásarmaðurinn var að hlaða skotvopn sitt.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í samtali við fréttstofu Vísis að niðurstaðan hafi verið tilkynnt sakborningum rannsóknarinnar. Hún segir að mat embættisins hafi verið að ekki hafi verið farið yfir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar og vísar jafnframt í 12. grein almennra hegningarlaga:

„Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til. Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, og ástæðan til þess er sú, að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað.“

Hagmunaaðilar í málinu hafa kost á að kæra niðurstöðuna en komi ekki til þess telst málinu lokið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -