Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Börn í hættu á Klambratúni – Átta ára piltur lék sér með sprautunálar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„í morgun sá ég póst sem hafði verið póstað í gær um sprautur og rusl sem hafði verið skilið eftir á Klambratúni. Ég ákvað að nota tækifærið og fara en einu sinni yfir þetta með 8 ára syni mínum. Hann hefði verið að leika sér í gær með vini sínum á Klambratúni, því miður kom í ljós að þrátt fyrir að við foreldrar hans höfum marg oft farið yfir það að koma ekki nálægt svona fóru þeir að skoða þetta. Þeir skoðuðu allt og léku sér með þetta, þarna voru notaðar sprautur, lyf í formi tafla, vökvar og fleira.“

Þetta skrifar Linda nokkur, móðir ung pilts, innan Facebook-hóps íbúa í Hlíðunum. Hún birtir einnig myndir af sprautunálum sem virðast leynast víða á Klambratúni. Svo víða að varla er hægt að segja túnið öruggt börnum.

Linda segir markmið sitt að hvetja foreldra í hverfinu til að brýna það fyrir börnum að snerta ekki sprautunálar. Aldrei er góð visa of oft kveðin. „Við fórum með hann á bráðamóttökuna, í blóðprufu og lögreglan kom og tók skýrslu. Ástæðan fyrir að ég pósta þessu er tvíþætt, við héldum að hann væri með þetta alveg á hreinu en svo reyndist ekki vera og því kannski tilefni til að við tölum öll en meira um þetta við börnin okkar. Og til þess biðja alla sem sjá svona að hringja strax í lögregluna og þeir koma að fjarlægja þetta. Vona innilega að fleiri hafi ekki óvart skoðað þetta,“ skrifar Linda.

Sonur hennar virðist ekki hafa verið sá eini sem lenti í þessu. Önnur móðir segist einnig hafa sent sinn strák í blóðprufu. „Sonur minn fór líka í blóðprufu vegna þessa, eftir ráðleggingar frá lækni,“ skrifar hún.

Svo eru það ekki einungis börn sem verða vör um fíklana á Klambratúni. Kona nokkur skrifar: „Á oft leið um Klambratún. Og þar eru oft fíklar á og við leikvöllinn- oft stuð við grillið. Já sprautunálar fylgja þeim. Gekk fram á tvo einstaklinga liggjandi í rússi inn í runna í síðustu viku… osfrv. Borgin þarf önnur úrræði en leikvöll fyrir þetta fólk. Hef skrifað einu sinni athugasemd – hún send á velferðasvið, var svarið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -