Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Börnin sem eignast Samherja – Halldór Örn bílstjórinn 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, og Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri, aðaleigendur Samherja, hafa afsalað sér hlutabréfaeign sinni í Samherja hf. til barna sinna. Börnin sex halda því á 84,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Mútumál Samherja tengt Namibíu er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, en hefur tafist vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Mannlíf skoðar hverjir sexmenningarnir eru sem halda nú um stjórnartaumana í einu stærsta og valdamesta fyrirtæki landsins. Samkvæmt heimildamanni Mannlífs sem þekkir til systkinanna eru þau öll jarðbundin og hörkudugleg í því sem þau hafa tekið sér fyrir hendur.

Halldór Örn – Bílstjórinn       10,375 % / 7,3-8,6 milljarðar kr.

 

Halldór Örn Kristjánsson er fæddur 1974 og starfar sem bílstjóri hjá Samherja á Akureyri.
Halldór Örn og sambýliskona hans keyptu árið 2010 277,1 fm einbýlishús á Akureyri, sem þau búa í ásamt þremur dætrum þeirra.

Netið býður ekki upp á fleiri upplýsingar um Halldór Örn undir nafni. Árið 1997 hlaut hann tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að stofna lífi og velferð fólks í augljósan háska, fyrir stórfelld eignaspjöll og fleiri brot. Halldór var búinn að greiða eða semja um bótagreiðslur þegar dómur féll og því var hann ekki dæmdur til greiðslu skaðabóta.

Fram kemur í dóminum að verknaðinn hafi hann framið mjög ölvaður. Eftir þennan dóm tók Halldór Örn sig taki og hefur lifað reglubundnu og rólegu lífi síðan, að sögn heimildarmanns Mannlífs.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Afsal hlutabréfa í Samherja – Stærsta sumargjöf Íslandssögunnar

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Baldvin erfðaprinsinn 

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Katla sjálfstæður sjúkranuddari   

- Auglýsing -

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Dagný Linda afreksskíðakona um árabil 

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Katrín öflug afrekskona

Sjá einnig: Börnin sem eignast Samherja – Kristján Bjarni með tæknina á hreinu 

Lestu úttektina í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -