Föstudagur 8. nóvember, 2024
7.7 C
Reykjavik

Breiðablik Íslandsmeistari – Áhorfendamet sett í efstu deild kvenna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lið Breiðabliks og Vals áttust við í lokaumferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu í gær en fyrir leikinn munaði aðeins eitt stig á liðunum og gat Valur því með sigri rænt Blika titlinum í lokaleiknum.

Það gekk þó ekki eftir og endaði leikurinn með markalausu jafntefli og Breiðablik því Íslandsmeistari árið 2024 en Valur var ríkjandi Íslandsmeistari og verið áskrifandi af þeim titli síðan árið 2019. Lið Breiðabliks tapaði aðeins tveimur leikjum á öllu tímabilinu.

1625 manns mættu á leikinn og var því sett áhorfendamet í efstu deild kvenna en gamla metið var 1372.

Telma Ívarsdóttir, markmaður Breiðabliks, fékk einnig verðlaun eftir leikinn fyrir að hafa haldið oftast hreinu í leikjum í deildinni. Blikinn Hrafnhildur Halldórsdóttir fékk verðlaun sem efnilegasta knattspyrnukonan og þá var Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, valin best en hún var sömuleiðis markahæsta knattspyrnukona tímabilsins.

Lokastaðan í Bestu deild kvenna 2024

  1. Breiðablik
  2. Valur
  3. Víkingur
  4. Þór/KA
  5. Þróttur
  6. FH
  7. Stjarnan
  8. Tindastóll
  9. Keflavík
  10. Fylkir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -