Föstudagur 3. febrúar, 2023
2.1 C
Reykjavik

Breyting vegna Hvalárvirkjunar samþykkt – Landvernd mótmælir meira umfangi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hjá hreppstjórn Árneshrepps á Ströndum liggur samþykkt breytingartillaga að aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Sú tillaga gerir ráð fyrir frekari framkvæmdum en áður höfðu verið samþykktar í skipulagi og lágu til grundvallar umhverfismati vegna virkjunarinnar. Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat vegna breytinganna sem hreppurinn hefur samþykkt í sveitastjórninni.

Þó að Vesturverk hafi lagt niður starfsemi tímabundið síðastliðið vor liggur breytingatillagan hjá skipulagsyfirvöldum hreppsins. Hún var lögð fyrir í sveitastjórn Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn og þar var hún samþykkt. Skipulagsfulltrúa hreppsins var þá falið að kynna fyrirhugaðar breytingar en sú vinna lagðist niður vegna kórónuveirufaraldursins.

Núgildandi aðalskipulag fékkst staðfest af Skipulagsstofnun í júní 2018. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, telur ljóst að breytingartillögurnar sem nú liggja fyrir séu það stórtækar að ráðast þurfi í nýtt umhverfismat vegna Hvalárvirkjunar. „Við teljum að breytingar séu svo umfangsmiklar að fyrra mat á umhverfisáhrifum gefi ekki lengur rétta mynd. Fyrra mat fékk falleinkunn og búast má við verri einkunn sé tekið mið af boðuðum breytingum,“ segir Tryggvi.

Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Mynd / skjáskot RÚV

Landvernd benda á að talsverðum viðbótarframkvæmdum sé því verið að bæta við frá því að umhverfismat Skipulagsstofnunar var gefið út vegna virkjunarinnar í Ófeigsfirði. Þær framkvæmdir sem bætist við eru nýir vegir, fjöldi nýrra jarðvegsnáma, ný höfn, nýjar starfsmannabúðir, stækkun starfsmannabúða og nýtt mannvirki í formi gestastofu. Margt af þessu bætist við í annars óspilltri náttúru segja náttúrverndarsamtökin ásamt því að fyrirhuguðum lónum verði breytt þannig að stíflugarðar virkjunarinnar hækki. „Það verður að teljast ólíklegt að framkvæmdaraðili hafi ekki gert sér grein fyrir því að allar þessar breytingar sem nú eru lagðar til og eru ekki hluti af gildandi umhverfismati Hvalárvirkjunar, þyrftu að koma til, segir Tryggvi.

Vesturverk, sem áformar að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum, lokaði skrifstofu sinni á Ísafirði í vor og sló öllum virkjunarframkvæmdum á frest. HS Orka er meiri­hluta­eig­andi Vest­ur­verks. Þegar Mannlíf leitaði viðbragða þar vegna gagnrýni á umfang breytingartillaganna fengust þau svör að þetta verði allt saman skoðað betur síðar. „Vesturverk ákvað í vor að hægja á vinnu  við virkjunaráformin, meðal annars eftir ábendingar sem komu frá Skipulagsstofnun. Þessi atriði sem nefnd eru, verða þá hluti af þeirri skipulagsvinnu sem þarf að ljúka þegar þar að kemur,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -