Þriðjudagur 28. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Brim neitaði að borga andlega veikum sjómanni staðgengislaun – Áfrýjaði til Landsréttar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgerðarfélagið Brim hefur áður brotið á réttindum andlega veiks sjómanns. Fyrr á þessu ári staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms í máli sjómanns sem taldi sig eiga inni staðgengislaus hjá Brim eftir andleg veikindi.

Í kvöldfréttum Rúv í gær var sýnt viðtal við sjómanninn Boga Theodór Ellertsson og eiginkonu hans, Þórhildi Helgu Þorleifsdóttur. Lýstu þar hjónin því hvernig Bogi brotnaði niður eftir að hafa misst barnabarn sitt í fyrr og eftir skotárásina á Blönduósi á þessu ári þar sem bestu vinir hans urðu fyrir árás manns, með þeim afleiðingum að konan lést og maðurinn særðist alvarlega. Bogi var í miðju túr er árásin á Blönduósi varð og áfallið var gríðarlegt en hann fékk undir eins taugaáfall. Í viðtalinu furðuðu hjónin sig á viðbrögðum og vinnubrögðum útgerðarfélagsins og töluðu um að forneskulegar hugmyndir um vinnustaðamenningu ríki víða í sjávarútveginum á Íslandi. Brim sagði Boga upp eftir að hann óskaði eftir veikindaleyfi.

Brim sendi frá sér yfirlýsingu eftir kvöldfréttirnar þar sem fyrirtækið sagðist harma að „verkferlar félagsins hafi brugðist“ í máli Boga. Hét fyrirtækið því að endurskoða verkferla félagsins í svipuðum aðstæðum.

Ekki einsdæmi

Mál Boga er ekki einsdæmi hjá Brim en fyrr á þessu ári staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms í máli sjómanns sem taldi sig eiga inni staðgengislaun hjá Brim eftir andleg veikindi sem hann glímdi við eftir túr hjá útgerðinni.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að þeirri niðurstöðu árið 2021 að sjómaðurinn hafi átt rétt á staðgengislaunum. Brim áfrýjaði hins vegar dómnum til Landsréttar á þeim forsendum að sjómaðurinn hafi sótt um þau laun of seint. Krafðist útgerðafyrirtækið þess að það yrði sýknað af kröfum sjómannsins.

- Auglýsing -

Í dómi Landsréttar var málinu meðal annars lýst á eftirfarandi hátt:

„Stefnandi starfaði sem háseti hjá stefnda. Byggir hann á því að í veiðiferð[…]hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Stefnandi kveðst hafa komið óvinnufær í land og haft samband við B, heimilislækni sinn. Stefnandi höfðar mál þetta til  innheimtu á staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Stefndi mótmælir því ekki að stefnandi hefði að öllu jöfnu á rétt til staðgengilslauna í tvo mánuði  ef  til  óvinnufærni kæmi. Stefndi hefur hins vegar ekki fallist á að greiða  stefnanda staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa.“

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur skildi standa og að Brim hf. skyldi gert að greiða sjómanninum 3.703.706 krónur með dráttarvöxtum sem og 950.000 krónur í málskostnað vegna málsmeðferðar við héraðsdóminn og 1.250.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -