Bruninn á Bræðraborgarstíg: Rannsakaður sem manndráp

Deila

- Auglýsing -

Húsbruninn á Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní er rannsakaður sem manndráp. Kemur það fram í gæsluvarðhaldúrskurði yfir karlmanni á sjötugsaldri sem handtekinn var sama dag og bruninn varð. Var maðurinn handtekinn við Pólska sendiráðið þar sem hann var með óspektir.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag.

„Ekki hafi verið rætt við kærða sjálfan vegna andlegra veikinda hans að undanförnu,“ segir í úrskurðinum sem dagsettur er 15. júlí. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald 3. júlí, sem síðan var framlengt.

Bræðraborgarstígur 1
Mynd / Hallur Karlsson

Maðurinn er grunaður um manndráp samkvæmt 211. gr. almennra hegningarlaga, varðar brotið minnst fimm ára fangelsi, og allt að ævilöngu fangelsi. Talið er að maðurinn hafi ausið eldsneyti á gang hússins við eigin vistarverur, áður en hann kveikti í.

Almenn hegningarlög nr. 19/1940, 211.gr:
Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.

Maðurinn er einnig grunaður um brot gegn valdstjórninni, að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og að hafa stofnað lífi annarra í hættu.

„Óforsvaranlegt þyki að kærði gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarleg brot,“ segir í úrskurðinum.

Þrír létust í brunanum, pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri sem störfuðu hér á landi. Tveir fundust í húsinu og kona lést af fallinu eftir að hún stökk út um glugga á þriðju hæð.

Sjá einnig: Bruninn á Bræðraborgarstíg: Kennsl hinna látnu staðfest

Fjórir voru fluttir á spítala, þar af tveir alvarlega slasaðir.

Bræðraborgarstígur 1
Mynd / Hallur Karlsson

Fram hefur komið í fréttum að íbúar í hverfinu hafi ítrekað lýst áhyggjur sínum vegna ástands hússins og þess að brunavörnum var ábótavant. Einnig voru fjölmargir einstaklingar skráðir með lögheimili sitt í húsinu.

Sjá einnig: 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu

- Advertisement -

Athugasemdir