Fimmtudagur 30. júní, 2022
10.8 C
Reykjavik

Brynja Dan, oddviti Framsóknarmanna í Garðabæ: Einhvern veginn er maður alltaf að sigra sjálfan sig

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það væri algjör draumur að ná inn í bæjarstjórn og það er auðvitað bara markmiðið til þess að geta haft áhrif á nærumhverfið mitt. Svo ég mun hlaupa eins hratt og ég get þar til klukkan slær 22 á laugardagskvöldið,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í Garðabæ.
Það styttist í kosningar. Hvernig hafa síðustu dagar verið? „Þeir hafa verið alveg ofsalega
skemmtilegir; ég neita því ekki að það er komin þreyta í mann en lokametrarnir eru samt
skemmtilegastir. Ég er umkringd svo öflugu liði að það er ekki annað hægt en að hafa gaman og njóta ferðalagsins.“

Fólk spyr líka hvað við getum gert betur fyrir eldra fólk.

Hvað brennur helst á fólki sem hún hittir á kosningafundum? Hvað er fólk helst ánægt með og hverju vill fólk helst breyta? „Það eru kannski þessir hverdagslegu hlutir sem fólk spáir í eins og til dæmis hvernig sundlaug verður byggð í Urriðaholti en auðvitað líka bara hvað við ætlum að gera fyrir barnafjölskyldur; hvernig við ætlum að létta undir þessum oft mest krefjandi árum. Einnig skipta samgöngumál fólk miklu.

Fólk spyr líka hvað við getum gert betur fyrir eldra fólk og það þarf að efla og styrkja heimaþjónustuna svo fólk geti elst með reisn heima hjá sér svo lengi sem það kýs svo. Auðvitað eru svo húsnæðismálin líka ofarlega á lista og við þurfum að byggja fjölbreytt og geta tekið á móti öllum hópum. Svo finnst mér persónulega vanta smá svona stemmningu, ég væri til í að sjá einhvern svona fjölskyldugarð þar sem við getum komið saman og bara verið; mögulega með matarvagna á sumrin og lifandi tónlist og svona komið saman og verið úti og notið samverunnar.“
Brynja segir að samvinna og liðsandi komi fyrst upp í hugann þegar hún er spurð hvað hún sé búin að læra af að taka þátt í kosningabaráttu sem og það að stökkva út í djúpu laugina og synda. „Maður þarf að setja sig inn í alls konar málefni og einhvern veginn er maður alltaf að sigra sjálfan sig.“

Hvað hefur verið erfiðast í kosningabaráttunni og hvað er eftirminnilegast?
„Bara hvað þetta er dásamlegur hópur og reyndar skelltum við í eitt mjög skemmtilegt og
fyndið myndband; það er um að gera að hafa smágaman líka svona í lokin og flippa aðeins.“

Við erum ekki öll eins og með mismunandi þarfir.

Brynja segir að það að hafa mögulega áhrif til góðs og að geta mögulega breytt samfélaginu til hins betra sé það sem gefi sér við að gefa kost á sér og vilja vinna að áherslumálum sínum. „Það er besta tilfinningin og svo gefandi.“ Og hver eru áherslumálin? „Við viljum barnvænt samfélag, létta undir með barnafjölskyldum og hlúa að börnunum okkar sem eru framtíðin. Við viljum fara í stórátak í lýðheilsu og forvörnum bæði fyrir unga sem aldna, við viljum byggja fjölbreytt húsnæði og að það sé sama þjónustustig alls staðar í Garðabæ. Svo tölum við fyrir samvinnu og skynsömum lausnum. Ég vil að Garðabær sé sveigjanlegur og geti tekið á móti öllum; við erum ekki öll eins og með mismunandi þarfir.“
Framsóknarflokkurinn. Hvers vegna ákvað Brynja að gefa kost á sér fyrir Framsókn? „Þetta
er miðjuflokkur og í honum fæ ég að vera nákvæmlega eins og ég er. Allir hafa rými til að
vera þeir sjálfir og við erum eins mörg og við erum misjöfn.“

Brynja Dan Gunnarsdóttir

- Auglýsing -

Þarft verkefni
Brynja segir að það að verða móðir og að missa foreldra sína ung sé það sem hafi mótað sig mest í lífinu. „Þetta tvennt er eitthvað sem breytir manni að eilífu og þroskar mann á núll einni.“ Hún talaði einmitt meðal annars um sorgina í helgarviðtali Mannlífs í fyrravor. Það viðtal má lesa hér.

Þetta tók mig út úr skelinni minni.

Þar segir meðal annars: „Missir mótar mann alltaf en svo er bara að velja hvernig það mótar mann. Þetta gerði mig sjálfstæðari, sterkari og ákveðnari en um leið, hrædda en auðmjúka fyrir lífinu. Þetta tók mig út úr skelinni minni og ég neyddist til þess að taka pláss, hafa hátt og gera mitt besta til þess að nýta það til góðs. Sorgin er svo fallegt fyrirbæri eins skringilega og það hljómar. Þessar hráu tilfinningar neyða mann til að horfast í augu við sjálfan sig og velja hvernig maður ætlar að nýta hana sem kraft. Mér finnst vera svo mikilvægt að leyfa sér að finna allar tilfinningarnar. Hver og einn syrgir á sinn hátt og engin leið er réttari en önnur. Það er samt þannig að maður er oft svolítið að syrgja framtíðina svo það er ný sorg sem fylgir hverju skrefi. Mamma og pabbi voru ekki hér þegar ég eignaðist barn, þau sáu mig ekki útskrifast, þau verða ekki til staðar ef ég gifti mig einn daginn og hver mun þá leiða mig upp að altarinu? Svo eru þau einfaldlega að missa af barnabörnunum sínum og því sem maður er stoltastur af.“

Áfallið og sorgin hefur áhrif á Brynju sem stjórnmálamann og segir hún að svo sé sérstaklega þegar unnið er að málefnum barna. „Ég er einmitt að fara að leiða starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum í lífi barna og ég er svo þakklát fyrir það tækifæri. Þetta verkefni er svo þarft og ég hlakka mikið til að kljást við þetta verkefni með öllu því fagfólki sem mun skipa hópinn með mér.“

- Auglýsing -

Brynja hefur undanfarin ár verið einn af eigendum Extraloppunnar þar sem notuð föt eru seld. Hvað gerir hún svo í frítímanum? Hver eru áhugamálin? „Þau eru aðallega bara
að hanga með vinum. Annars elska ég að smakka nýtt nammi ef það getur talist sem
áhugamál. Svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað af og til þó það gangi brösuglega núna í
kosningabaráttunni. Ég elska að ferðast, hitta góða vini og spila og svo auðvitað er alltaf
gaman að ferðast og skapa minningar. Svo er alltaf gaman að skella sér á skíði á veturna.“

Brynja Dan Gunnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -