Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Brynja Huld um ógnina: „Risastór breyting þegar kemur að upp­­lifun hryðju­verka­ógnar á Ís­landi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og fram kom í dag þá hafa fjórir ís­lenskir karl­menn á þrí­tugs­aldri verið teknir höndum af sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra; grunaðir um skipu­lagningu hryðju­verka.

Tveir mannanna voru úr­skurðaðir i gæslu­varð­hald – annar í viku; hinn í tvær vikur.

Mennirnir liggja einnig undir grun um um­fangs­mikla vopna­fram­leiðslu; notuðu til verksins þrí­víddar­prentara.

Brynja Huld Óskars­dóttir er öryggis- og varnar­mála­fræðingur; hún er ein af örfáum sérfræðingum í hryðjuverkum hér á landi

Og Brynja Huld spyr nokkurra spurninga á samfélagsmiðli, sem eru allrar athygli verðar:

„Vantar svo miklu fleiri uppl. til að greina á­­stæður & her­kænsku (stra­tegy) á bak­við skipu­lagningu þessara hryðju­­verka.“

- Auglýsing -

Hún segir að „gremja & rót­tækni­hæning er grund­vallar­undan­fari í hryðju­­verkum og eiga stærstan þátt í stýra ein­stak­lingum inn á þessa braut.“

Og spyr:

„Hvaða öfga­hug­­mynda­­fræði stýrði ein­stak­lingum? Þekktust þeir fyrir? Eða kynntust þeir á netinu eða í öðrum fé­lags­­skap?

- Auglýsing -

Í öllu falli gífur­­lega stór breyting þegar kemur að upp­­lifun á hryðju­verka­ógn á Ís­landi; hryðju­­verk eru skil­­greind sem það fyrir­­bæri að beita of­beldi eða hótun um of­beldi vís­vitandi til að vekja ótta með það fyrir augum að breyta hegðun al­­mennings eða yfir­­valda til að ná pólitísku mark­miði,“ ritar Brynja Huld að lokum.

Svör við spurningum hennar hljóta að koma upp á yfirborðið á næstu dögum, og Mannlíf mun fylgjast vel með þessu máli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -