Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Brynjar hraðfitnaði um tíu kíló á fimm vikum: „Ég gekk af Landsfundi bjartsýnni og glaðari“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsfundi Sjálfstæðismanna lauk í dag. Spennandi formannsslagur hefur haldið landanum á tánum en honum lauk með sigri sitjandi formanns Bjarna Benediktssonar. Í tilefni fundarslita henti Brynjar Níelsson í færslu og gefur innsýn af upplifun sinni frá helginni:

„Þá er að ljúka Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem varð glæsilegri og betri en ég þorði að vona. Í formannskjöri má alltaf búast við harðri baráttu og jafnvel að kappið bæri fegurðina ofurliði. Ég segi ekki að séra Friðrik hafi snúið sér við í gröfinni en örugglega rumskað eitthvað á köflum. Þegar hart er barist eru bara mjög heimskir menn sem taka að sér oddasæti í kjörbréfanefnd nema að þeir séu með einhvers konar blæti fyrir að vera hataðir af öllum. Kann að vera blanda af hvorttveggja. Allavega heilsuðu mér afar fáir í Höllinni, sumir kannski vegna þess að þeir þekktu mig hreinlega ekki svona alskeggjaðan manninn sem bætt hefur við sig 10 kílóum á fimm vikum, sem mun vera met í hraðfitun.
Í formannskjörinu bar Bjarni Benediktsson sigur úr býtum. Glæsilegur maður, hæfileikaríkur og vel gefinn, sem mér finnst alltaf bestur í mótbyr. Guðlaugur Þór sýndi styrk sinn svo um munaði og stóð sig vel. Ég þekki Guðlaug vel og traustari sjálfstæðismann er vart að finna. Ég þykist viss um að nýkjörin forysta mun taka til sín og hlusta á það sem Guðlaugur hafði fram að færa. Það er í raun ekki mikill munur á Bjarna og Guðlaugi, báðir skilgreina sig sem karlmenn og frekar fótafúnir í augnablikinu. Eini augljósi munurinn er að annar er næstum tveir metrar á hæð og hinn lágvaxinn og nettur.
Ég gekk af Landsfundi bjartsýnni og glaðari en ég þegar ég gekk inn á föstudag. Þarna var komnir saman tæplega tvö þusund manns hvaðanæva af landinu, úr öllum þjóðfélagshópum með ólíkar skoðanir á ýmsu en veit að grunnstefna og hugsjónir okkar er grundvöllur almennrar velferðar og framþróunar samfélagsins. Sannkölluð fjöldahreyfing og öflugt stjórnmálaafl þar sem menn treysta á frelsi einstaklingsins og ábyrgð hans.
Eini sem skyggði á gleði mína á fundinum var að yngri sonur minn skyldi halda ræðu í hátíðarveislunni og gera grín af öldruðum foreldrum sínum, og það að þeim fjarstöddum. Þori varla að segja Soffíu frá þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -