Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Brynjar tjáir sig loks um Namibíufundinn: „Þáðu þau boðið og úr varð fundur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Brynjar skýtur föstum skotum að Samfylkingunni þar sem hann fer lauslega yfir fund sem hann átti við namibíska embættismenn.

Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra hefur nú loksins sagt nánar frá fundi sem hann átti með embættismönnum frá Namibíu. Gerir hann það á Facebook en í færslunni skýtur hann bylmingsfast á Samfylkinguna og þá sér í lagi Helgu Völu Helgadóttur.

„Nú er aðalfréttaefnið stóri fundur aðstoðarmanns dómsmálaráðherra með aðstoðarmanni forsætisráðherra Namíbíu og einhverjum embættismönnum í fylgdarliði hans. Kannski var hann aðstoðarforsætisráðherra, ég man það ekki. Og auðvitað var það þingmaður Samfylkingarinnar sem reynir að þyrla upp moldviðri út af engu. Alltaf verið að setja upp leikrit enda sumir þar menntaðir í slíkum fræðum.“

Því næst fer Brynjar yfir ritdeilur sem hann átti í við Andra Snæ Magnason og Svein Andra Sveinsson um fundinn dularfulla.

„Upphafið að umræðu um þennan fund var að rithöfundurinn úti í bæ var að hneykslast á mér embættismanninum. Ég upplýsti rithöfundinn úti í bæ að ég væri ekki embættismaður. Þá kom inn í umræðuna stjörnulögmaðurinn og upplýsingafulltrúi Viðreisnar á samfélagsmiðlum og vildi meina að maður sem ætti fund með namibíumönnum sem voru hér í embættiserindum hlyti að vera einhvers konar embættismaður. Ég maldaði í móinn og sagði að þetta fólk hafi ekki verið í embættiserindum hér á landi enda bankað upp á si sona og enginn vissi af þeim. Síðan þusum við eitthvað um hvort þessi fundur hafi verið í embættiserindum.“

Næst fer Brynjar yfir forsögu fundarins og gerir lítið úr vangaveltum Samfylkingarinnar. Virðist aðstoðamaðurinn ekki vita fyrir víst hverslags fundur þetta hafi verið.

„Forsaga þessa fundar var að þetta ágæta fólk mun hafa verið hér í tvo daga og heimsótt hina ýmsu ferðamannastaði. Enginn vissi af þeim þegar þeir bönkuðu upp á hjá forsætisráðherra og óskuðu eftir fundi um til að ræða stöðu Samherjamálsins. Forsætisráðherra hafi þá bent á dómsmálaráðherra enda heyrði málaflokkurinn undir hann. Var haft sambandi við dómsmálaráðuneytið en þeim tjáð að ráðherrann væri ekki viðlátinn. Þau gætu talað við aðstoðarmann hans ef þau vildi. Þáðu þau boðið og úr varð fundur.
Það má vel vera að namíbíumennirnir hafi litið svo á að þessi fundur væri í embættiserindum. Langeinfaldast er þá fyrir Samfylkingarfólk og þau í Viðreisn að spyrja bara þetta fólk frá Namíbíu út í það og hvað fór fram á fundinum. Ég mun ekki segja frá hvað gerðist á fundinum enda veit ég ekki fyrir víst í hvort þau voru í embættiserindum eða litu á þetta sem óformlegan fund. En ég skal fyrstur segja frá fundinum og efni hans ef namíbíumennirnir eru sáttir við það. Ég hef engan áhuga á að leyna fréttamenn og almenning upplýsingum.“

Í lokaorðum færslunnar getur Brynjar ekki neitað sér um að skjóta á Helgu Völu.

„Sjálfur held ég að það sé nánast óþekkt að fólk í embættiserindum banki upp á í stjórnarráðinu nýkomið frá Gullfossi og Geysi og reiknar með að fá fund með ráðherra. Í besta falli er hægt að kalla slíka fundi óformlega. En ég bíð spenntur eftir hvað vel menntuðu leikararnir í Samfylkingunni nái að spinna langt leikrit úr þessum fundi.“

Þess má geta að enn hefur dómsmálaráðuneytið ekki svarað spurningum Mannlífs um innihald fundarins og hvort minniblað sé til um hann. 

- Auglýsing -

Sjá einnig: Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um leynifund Brynjars og saksóknara Namibíu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -