Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Bubbi og fleiri taka Björn Val til bæna fyrir að finnast þetta skemmtileg mynd: „Aumingjar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bubbi Morthens tekur Björn Val Gíslason, fyrrverandi varaformann VG, til bæna á Facebook. Sá síðarnefndi birtir mynd dauðum ísbirni á Facebook og segir það skemmtilega mynd. Það virðist vera samdóma álit flestri í athugasemdum að Björn Valur eigi að skammast sín.

Björn Valur skrifar: „Skemmtileg mynd sem tekin var sumarið 1975 í Ólafsfirði. Eins sjá má var enn talsverður snjór niður undir byggð á Kleifum í vestanverðum firðinum. Togarinn Sólberg ÓF 12, það mikla happafley er í höfn. Dýpkunarskipið Hákur er einnig við bryggju en vegna mikils sandburðar þurfti reglulega að dýpka innsiglinguna í höfnina sem og höfnina sjálfa til að stærri skip kæmust inn. Í forgrunni er svo ísbjörn um borð í Arnari ÓF 3 sem skotinn var af skipstjóranum Hrafni Ragnarssyni fram á Grímseyjarsundi. Those were the days…“

Bubbi segir þessa mynd lýsa heimsku. „Átakanleg mynd í hinu stóra samhengi sem lýsir fátækt manns-andans en þótti þá í algeri heimsku og hroka vera merki um karlmennsku. Sem betur fer eru kynslóðir að vaxa úr grasi sem sjá ömurðina í slíku drápi. Þessi mynd segir allt sem sega þarf og er vitnisburður um á hvað leið við vorum þá og erum á í dag, eitt orð: heimska. Og oftar en ekki meðvituð illska gagnvart jörðinni, því miður, og börnin mín ungu spyrja: „Pabbi hvað voru þið að hugsa“,“ segir Bubbi.

Hann er ekki sá eini sem segir Birni Vali til syndanna. Þorfinnur Ómarsson segir einfaldlega: „Aumingjar.“ Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður tekur undir með Bubba og skrifar: „Þessi uppstilling á birninum er ömurlega sorgleg og lýsir helst gamaldags trophy hunt hugsun. Þetta er, eins og Bubbi lýsir, heimskulegt og það að tala um skemmtilega mynd í þessu samhengi nær ekki nokkurri átt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -