Fimmtudagur 30. mars, 2023
3.8 C
Reykjavik

Bubbi segist fórnarlamb netofbeldis: „Drullað yfir mig, kallaður nöfnunum, fyrir hvað?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bubbi Morthens segist þolandi netofbeldis á Twitter. Í fyrradag sagði hann að „auðveldasta leiðin til að beita aðra ofbeldi væri á Twitter.“ Bubbi segir viðbrögð netverja við þeirri færslu staðfesta það.

Óhætt er að segja að færslan hafi vakið sterk viðbrögð meðal Íslendinga á Twitter. Langflestir brugðust illa við og hjóluðu í Bubba. Ein kona sagði Bubba til að mynda „gerendameðvirkan rudda sem kemst áfram á fake einlægni, gamalli frægð og feðraveldinu.“ Hildur Lilliendahl deildi færslu Bubba og skrifaði: „Gaurar elska að tjá sig“.

Bubbi hefur fram að þessu ekki svarað slíkum skotum. Fyrr í dag svaraði hann þó grunnskólakennaranum Heiðari Ríkharðssyni. Heiðar hafði ávarpað Bubba og sagt: „Geturðu komið þessum upplýsingum til byrlara, yfirmanna sem nýta sér valdastöðu, eldri gaura sem plata grunn- og framhaldsskólastelpur í heimsókn, ríkra sem níðast á fátækum og bara allra sem þegar telja sig hafa fundið auðveldustu leiðina.“

Bubbi segir að hann hafi einungis bent á að ofbeldismenning þrífist á Twitter. „Ofbeldi er alls staðar á netinu. Twitter er aðal staðurinn. Þú getur sjálf komið þessu til leiðar, ég er að gera það með því að benda á þetta og hvað gerist? Ég verð fyrir netofbeldi, ertu ekki að grínast, drullað yfir mig, kallaður nöfunum, fyrir hvað? Benda á staðreynd,“ segir Bubbi.

Heiðar svarar honum svo: „Leitt að þú sért kallaður nöfnum. Ég hef unnið gegn ofbeldi með fyrirlestrum, grunnskólavalgrein byggðri á Fávitum Sólborgar og fleira en platform mitt er smátt. Já, Twitter er illt. Nei, TikTok, snap og fleiri eru verri af því að þar eru börn targetuð. Alhæfing þín er röng.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -