Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Bubbi styður Yazan: „Skoruðum á alla að bregðast við stöðunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staða Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, er sú að hann og fjölskylda hans gætu verið send til Spánar.

Kemur fram á RÚV að Unnur Helga Óttarsdóttir, sem er formaður Þroskahjálpar, fer fyrir hópnum Vinir Yazans; hefur hópurinn birt undirskriftalista þar sem margir úr íslensku samfélagi hvetja íslensk stjórnvöld til að sýna mannúð í máli drengsins:

Unnur Helga Óttarsdóttir.

„Við höfum fengið frábærlega góð viðbrögð; þetta er fjölbreyttur hópur sem hefur skrifað undir, listafólk, sálfræðingar, læknar, prestar, forystufólk úr verkalýðshreyfingunni og fjölmargir aðrir.“

Bubbi Morthens
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Afar vel þekktir einstaklingar úr íslensku samfélagi eru komnir á blað; á meðal þeirra er nú hafa þegar skráð sig eru á listann eru þjóðþekktir einstaklingar; til dæmis Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Bubbi Morthens, Edda Björgvins, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR; ásamt mörgum öðrum.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup.

Þessi samtök – Vinir Yazans – voru sett álaggirnar eftir samstöðufund er haldinn var í júní þar sem vakin var athygli á stöðu Yazans.

„Við sendum tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og skoruðum á alla að bregðast við stöðunni,“ segir Unnur og bætir við:

- Auglýsing -

„En við fengum ekki nógu góð viðbrögð og ákváðum því að búa til Vini Yazanas, sem er hópur fólks sem styður við hann.“

Fjölskyldan fékk eigi efnislega meðferð á sínum tíma þar sem hún fékk vegabréfsundirritun á Spáni; er því hægt að senda þau aftur þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Albert Björn Lúðvígsson.

Albert Björn Lúðvígsson – sem er lögmaður Yazans – segir að fyrir liggi endurupptökubeiðni hjá Kærunefnd útlendingamála. Réttindagæsla fatlaðs fólks beitti sér meðal annars fyrir því en bent var á að fötlun Yazan hefði eigi verið tekin til greina við meðferð málsins og ekki liggur fyrir nein dagsetning um það hvenær fjölskyldunni verður vísað úr landi.

- Auglýsing -

Segir Albert það mögulegt að þeim verði vísað úr landi á meðan verið sé að leggja mat á endurupptökubeiðnina:

„Mér finnst það ólíklegt en það gæti vissulega gerst,“ segir hann.

Hinn ellefu ára gamli Yazan þjáist af vöðvarýrnunarsjúkdóminum Duchenne; hafa læknar hér á landi staðfest að eigi megi rjúfa þá heilbrigðisþjónustu er hann fær hér á landi.

 

Kemur fram að samtökin Vinir Yazans hafi bent á að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segi að í öllum aðgerðum er snerta fötluð börn skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -