2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Buðu yfirvöldum afnot af hótelinu endurgjaldslaust

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samkomulag við Icelandair Hótels um að nýta aðstöðu á Hótel Reykjavík Natura sem gistirými fyrir skilgreinda lykilstarfsmenn heilbrigðiskerfisins og almannavarna í þeim tilvikum sem þeir geta ekki dvalið heima hjá sér af hættu við smit af COVID-19. Þetta kemur fram á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Þar segir að hugmyndin sé að koma til móts við þá starfsmenn heilbrigðiskerfisins og almannavarna sem „gegna sérstakri ábyrgð samkvæmt neyðaráætlun heilbrigðiskerfisins“ eða „búa yfir sérstakri þekkingu eða færni sem er nauðsynleg við framkvæmd neyðaráætlunarinnar“.

Heilbrigðisyfirvöld fólu Sjúkratryggingum Íslands að finna úrræði til að mæta þörfum þessa hóps. Á vef Sjúkratrygginga segir að í kjölfar verðfyrirspurnar til hótela var yfirvöldum boðið að nota Hótel Reykjavík Natura endurgjaldslaust.

„Yfirvöld eru þakklát þessu einstaka framtaki Icelandair Hótels og vilja jafnframt koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra hótela sem leitað var til, fyrir skjót og höfðingleg tilboð, sem sýna enn og aftur þann kraft og samtakamátt sem býr í íslensku samfélagi þegar hætta steðjar að,“ segir á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum