Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Búið að breyta ráðherratitlum ríkisstjórnarinnar – Sjáðu óborganlegt grínmyndband Villa Neto

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sagan um titla nýju ráðherra ríkisstjórnarinnar virðist vera hin endalausa.

Þegar ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi voru titlar margra ráðherranna kynntir öðruvísi en þeir hafa svo ratað á vef stjórnarráðsins. Eitthvað var um misræmi; eitt nafn á ráðuneyti var notað fyrr um daginn og annað seinna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var í upphafi sögð ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla. Á vef stjórnarráðsins er hún nú titluð sem vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Háskólarnir á bak og burt úr titlinum.

Ásmundur Einar Daðason var kynntur sem skóla- og barnamálaráðherra en er nú skráður mennta- og barnamálaráðherra á vefnum.

Lilja Alfreðsdóttir var ýmist sögð viðskipta- og menningarmálaráðherra eða ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hið síðarnefnda, og lengra, virðist hafa orðið ofan á ef marka má vef stjórnarráðsins.

Svandís Svavarsdóttir var sagður nýr ráðherra í ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar. Nú er titillinn hinsvegar örlítið styttri; sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór Þórðarson fékk kynninguna „ráðherra umhverfis- og loftslagsmála“ en heitir nú umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Jón Gunnarsson var ýmist sagður dómsmálaráðherra eða innanríkisráðherra. Formlegur titill er þó innanríkisráðherra – dómsmálaráðuneytið fellur því inn í endurvakið innanríkisráðuneyti.

Sigurður Ingi Jóhannsson er nýr innviðaráðherra. Undir þann hatt falla húsnæðis-, sveitastjórnar-, samgöngu- og skipulagsmál.

- Auglýsing -

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur ýmist verið titlaður félags- og vinnumálaráðherra eða félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ekki svo mikill munur þar á, en það síðarnefnda hefur hrósað sigri á vef stjórnarráðsins.

Örfá ráðuneyti hafa haldið eldri og ívið þjálari nöfnum sínum. Það er forsætisráðuneytið, fjármála- og efnhagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið.

Djamm- og þynnkumálaráðherra

Leikarinn og uppistandarinn Vilhelm Neto gerði grín að hringavitleysu hinna óþjálu titla ráðherranna á Instagram-reikningi sínum á dögunum.

Í myndbandinu bregður hann sér í hlutverk hinna ýmsu ráðherra og kynnir sig meðal annars sem síma- og internetmálaráðherra, mjólkurmálaráðherra, landbúnaðar- og geimverumálaráðherra og djamm- og þynnkumálaráðherra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -