2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Býr sig undir það versta

Kjaraviðræður Blaðamanna­fé­lags Íslands (BÍ) og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) halda áfram í dag hjá rík­is­sátt­semj­ara en að öllu óbreyttu verður vinnustöðvun á morgun á milli klukkan 10:00 og 22:00 hjá blaðamönnum og ljósmyndurum á mbl.is, frettabladid.is, ruv.is og visir.is.

Í samtali við mbl.is segist Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, búa sig undir það versta. „Miðað við hvað þetta hef­ur gengið ótrú­lega illa hingað til og miklu verr en ég hefði trúað þá vona ég það besta og bý mig und­ir það versta,“ er haft eftir Hjálmari.

Hann segir að bæði BÍ og SA hafa það þó að markmiði að reyna að forða því að það verði vinnustöðvun á morgun.

Hjálmar hefur tjáð sig um að það sé honum óskiljanlegt hvernig SA hefur staðið að samningaviðræðum við BÍ. „Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að  standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði,“ var haft eftir honum í grein sem birtist á vef BÍ fyrr í nóvember.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum