Miðvikudagur 29. júní, 2022
9.8 C
Reykjavik

D-vítamín ver gegn sjálfsofnæmissjúkdómum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Meðal sjálfsofnæmissjúkdóma eru m.a.:

  • Psoriasis
  • Liðagigt
  • Krónískar þarmabólgur
  • MS (Multiple sclerosis)
  • Sykursýki 1
  • Skjaldkirtilsbólgu

D-vítamín minnkar hættuna um 22%

Ný rannsókn hefur sýnt fram á að stórir daglegir skammtar af D-vítamíni geta komið í veg fyrir að sjálfsofnæmissjúkdómar komi fram, allavega hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt.

26.000 manns eldra en fimmtugt tóku þátt í rannsókninni og stóð rannsóknin yfir í fimm ár.

Þátttakendum var skipt í tvo hópa og annar hópurinn fékk D-vítamín daglega en hinn hópurinn fékk óvirkar töflur, svonefnda lyfleysu.

Gefinn var ráðlagður dagsskammtur, 2.000 alþjóðaeiningar og sýndi þessi rannsókn að þessi skammtur dró úr algengi ónæmissjúkdóma um 22%.

- Auglýsing -

Ræðst á sinn eigin vef

Ónæmiskerfi þitt verst árásum frá veirum, bakteríum og fleiri örverum á hverjum degi. Ónæmiskerfið virkar eins og þrautþjálfað herlið og eru hvítu blóðkornin í hlutverki hermannanna.

En í um fimmtungi mannkyns snúast þessir hermenn gegn röngum óvini: heilbrigðum líkamsvefjum. Það er þetta sem kallast sjálfsofnæmissjúkdómar.T

- Auglýsing -

Til eru um 80 sjálfsofnæmissjúkdómar en það einkennir þá að ónæmiskerfið ræðst á heilbrigðan vef. Skjaldkirtill, liðir og húð geta m.a. orðið fyrir slíkum árásum.

Psoriasis er t.d. sjálfsofnæmissjúkdómur og lýsir sér þannig að hvít blóðkorn hraða vexti frumna í ysta lagi hornhúðarinnar og mynda rauða hrúðurbletti.

Tvær mögulegar skýringar

Það hefur lengi leikið grunur á að D-vítamín kynni að vera einskonar töfralyf að því er varðar sjálfsofnæmissjúkdóma. Dýratilraunir hafa t.d. sýnt að þetta vítamín hefur góð áhrif á ónæmiskerfið almennt – hvers vegna, vita menn þó ekki.

Möguleg skýring er talin sú að vítamínið hjálpi frumum ónæmiskerfisins að greina á milli t.d. baktería og eigin líkamsfrumna.

Hitt gæti líka verið að viðbót af D-vítamíni dragi úr þeim bólguviðbrögðum sem ónæmiskerfið veldur í líffærum.

Vísindamenn gera sér vonir um að öðlast meiri þekkingu með nýjum rannsóknum sem m.a. eiga að leiða í ljós hvort vítamínið virki enn eftir fimm ár. Einnig á að rannsaka hvort viðbótarskammtur af D-vítamíni hafi jafn greinileg áhrif á fólk undir fimmtugu.

 

ATH: Skammtastærð D-vítamíns er mikilvæg! Fáðu ALLTAF ráðleggingar hjá heimilislækninum áður en þú tekur viðbótarskammta af D-vítamíni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -