Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Dagbjört missti sjónina aðeins tíu ára: „Ég get ekki verið að velta mér upp úr því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagbjört Ósk Jónsdóttir listnemi missti snögglega sjón á hægra þegar hún var aðeins tíu ára gömu. Sjónin á vinstra auga fer sífellt versnandi en hún segist ekki getað verið að velta sér mikið upp úr þessu.

Dagbjört stundað list- og hönnunarmám á Akureyri sem er mjög krefjandi með sjúkdóminn sem herjar á augu hennar. Aðeins 120 manns í öllum heiminum eru með þennan sjúkdóm.

„Ég get gert margt af því sem mínir jafnaldrar gera, og reyni bara að lifa í núinu og hugsa sem minnst um hvað getur orðið. Ég horfi bara á þá stöðu sem ég er í núna og hef það að markmið að njóta lífsins eins og aðrir,“ sagði Dagbjört í samtali við Morgunblaðið.

Í september 2016 missti Dagbjört sjónina skyndilega. Þá var hún rétt að verða ellefu ára. „Ég fór þá um haustið að taka eftir því að sjónin á hægra auganu var eitthvað skrýtin, ég fann ekki neitt til, en sjónin fór minnkandi, varð lakari og lakarin eiginlega með hverjum degi sem leið,“ segir hún og heldur áfram:

„Þetta gerðist mjög snögglega og ég hafði satt að segja ekki tíma til að velta mér upp úr því sem fyrir mig var að koma, þetta bara gerðist. En auðvitað var það áfall. Ég veit auðvitað ekki neitt um það hvað verður í framtíðinni, hvort ég næ að halda þeirri litlu sjón sem ég þó hef eða hvort ég missi hana. Ég get ekki verið að velta mér upp úr því, það eina sem ég horfi á er staðan eins og hún er núna, það sem skiptir máli er núið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -