Þriðjudagur 15. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Dahmer þó!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dahmer, Dahmer, Dahmer. Þú varst nú meiri karlinn.

Þar sem að ég get verið ákaflega áhrifagjarn þegar það kemur að vinsælum kvikmyndum og þáttaröðum varð ég auðvitað að horfa á Dahmer – Monster: The Jeffrey Dahmer Story, þrátt fyrir afleitan titil.

Þættirnir hafa verið að gera allt vitlaust undanfarnar vikur en þeir þykja einstaklega vel leiknir og vel gerðir.

Ég verð þó að viðurkenna að ég hef ekki alltaf verið áhrifagjarn því ég neitaði á sínum tíma að horfa á Titanic þegar hún var hvað vinsælust, eða ekki fyrr en þremur árum eftir að hún kom út enda gat maður ekki kveikt á útvarpinu á þess að heyra þetta skelfilega lag My Heart Will Go On.

Ógleymanlegt lag. Því miður eða sem betur fer.

Og svo fannst mér þá eins og ég myndi gefast upp fyrir ægivaldi tískunnar ef ég myndi leyfa mér að horfa á þessa mynd.

En já, það er önnur Ella.

- Auglýsing -
Hvor er hvað?

Ég hef alltaf haft áhuga á raðmorðingjum eða kannski frekar sálfræðinni á bakvið illvirkjum þeirra.

Reyndar hefur maður alveg lesið yfir sig um slík skrímsli og þurft að taka pásu svo maður ældi hreinlega ekki af ógeði. Því þetta er auðvitað um alvöru fólk, alvöru fórnarlömb og alvöru skrímsli en ekki bara skáldaðar sögur.

Rosalega góður leikari – Evan Peters hér í American Horror Story.

Jeffrey Dahmer er meistaralega vel leikinn af Evan Peters sem áður hafði getið af sér gott orð fyrir leik í American Horror Story þáttunum.

- Auglýsing -

Leikarinn nær að túlka hinn tilfinningakalda furðufugl Dahmer sem drap að minnsta kosti 17 karlmenn, flesta svarta og samkynhneigða, þar til hann var loksins stöðvaður árið 1991.

Annan leiksigur er að finna í þættinum en Richard Jenkins leikur hinn ráðalausa föður Jeffrey, Lionel Dahmer, sem gerði allt sem honum datt í hug til að hjálpa syni sínum að „verða að manni“ en Jeffrey hélst hvorki í skóla né vinnu. Rauðu flöggin voru allt umlykjandi en faðirinn hunsaði þau öll.

Leiksigur hjá Richard Jenkins sem faðir Jeffrey Dahmer.

Var svo algjörlega sigraður þegar hann heyrði hverslags skrímsli sonurinn var og hefði lengi verið. Vert er að minnast einnig á Niecy Nash sem lék Glendu Cleveland, nágranna Jeffrey sem hringdi ítrekað í lögregluna vegna ópa og ólyktar sem kom frá íbúð Dahmers, án árangurs. Lögreglan hreinlega nennti ekki að sinna útköllum enda voru þetta bara einhverjir fátæklingar.

Frábær leikkona í frábærum þáttum.

Þættirnir eru stórgóðir en þeir eru erfiðir áhorfs, verð að taka það fram.

En ef maður kemst í gegnum fyrsta þáttinn án þess að leggjast í fósturstellinguna vegna illsku heimsins, ættirðu að geta horft á restina.

Í fyrsta þættinum fylgjumst við með einu fórnarlamba Dahmers sem bíður honum heim til sín; áhorfandinn veit í hvaða tilgangi en fórnarlambið ekki.

Þannig fylgjumst við með í hægagangi, samskiptum veiðimannsins við bráðina, vitandi hvað er í vændum en vitum bara ekki hvenær það kemur eða hvernig. Ég viðurkenni að ég þurfti að láta sólarhring líða áður en ég horfði á næstu þætti en sé ekki eftir því að hafa horft á þá alla.

Frábærir en erfiðir þættir um lífið en þó aðallega dauðann í fátækrahverfi í Bandaríkjunum, afskiptaleysi lögreglunnar og skrímslið sem græddi á því.

Pistill þessi birtist í nýjasta tímariti Mannlífs sem hægt er að nálgast ókeypis í Bónus, Hagkaup og N1, á höfuðborgarsvæðinu. Lesa má vefútgáfu blaðsins hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -