Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Daníel safnar fyrir súrefnismettunarmælum: Slysavarnadeildir á Suðurnesjum og í Kópavogi gefa fyrstu sjö mælana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Daníel Wirkner, gullsmíðanemi, efnir til styrktartónleika í Gamla bíói í kvöld, ásamt Laufi, félagi flogaveikra á Íslandi, til að safna fyrir súrefnismettunarmælum í allar farþegavélar flugflotans á Íslandi.

 

Daníel fékk flogakast um borð í vél Icelandair á leið frá Alicante til Keflavíkur aðfararnótt 4. september þegar vélin var stödd yfir Atlantshafinu. Var vélinni snúið við og neyðarlent í Dublin á Írlandi. Anna Linda Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hlynur Löve læknir voru um borð í flugvélinni og með skjótum viðbrögðum þeirra og áhöfn vélarinnar tókst að bjarga lífi Daníels.

Daníel í sjúkrarúminu í Dublin.

Vill Daníel nú launa lífgjöfina og safna fyrir súrefnismettunarmælum, en þeir eru ekki um borð í flugvélum, þrátt fyrir að súrefni sé geymt þar. Mælarnir eru nauðsyn til að vita hversu mikið súrefni eigi að gefa sjúklingum hverju sinni, því hættulegt er að gefa of mikið eða of lítið.

„Mál þetta varðar alla þjóðina, því þetta litla tæki sem um ræðir, getur skipt sköpum í neyðartilvikum.”

Slysavarnadeildir á Suðurnesjum, Dagbjörg í Reykjanesbæ, Una í Garði og Þórkatla í Grindavík, ákváðu að bregðast skjótt við og keyptu tvo mæla hver deild, samtals sex mæla, sem Daníel voru færðir í beinni útsendingu í Ísland vaknar á útvarpsstöðinni K100 í morgun.

Eftir þáttinn í morgun gaf Slysavarnadeildin í Kópavogi einn mæli til viðbótar.

Sjá einnig: „Lífsbjörgin segir mér að ég á greinilega að gera meira í lífinu en að fá flog“

- Auglýsing -

Styrktartónleikar fara sem áður segir fram í Gamla bíói, í kvöld og hefjast þeir kl. 20 undir yfirskriftinni „Flog er ekki til fagnaðar.“ Miðaverð er 4.500 kr. og er hægt að panta miða á netfanginu [email protected].

Ef fólk vill styrkja með beinum fjárframlögum þá er söfnunarreikningur 545-14-408195 kt:420817-1690 – Merkja færslur „Flog“.

Plakatið fyrir tónleikana.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -