Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Daníel Snær fékk nóg af einelti á Íslandi og gerði myndband: „Það þarf að fara að gera eitthvað!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttir af hrottalegu einelti sem ung stúlka í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur orðið fyrir um árabil, hefur skekið þjóðfélagið að undanförnu. Ungur maður segist vera búinn að fá nóg og boðar breytingar.

Daníel Snær Gustavsson var sjálfur lagður í einelti í æsku og segist hafa horft á fréttir af enni Ísabellu sem reyndi að taka sitt eigið líf eftir að 35 krakkar höfðu lagt hana í einelti og margir hverjir hvatt til að fremja sjálfsvíg, jafnvel eftir að henni mistókst sú tilraun. „Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi?“ spyr Daníel í tilfinningaþrungnu myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Sagðist hann hafa átt erfitt með að klára matinn í hádegispásu sinni daginn sem hann sá fréttirnar, því hann hafi verið svo reiður. „Það þarf að fara að gera eitthvað! Það þýðir ekkert að sitja á rassgatinu og horfa á svona og hugsa „Já, þetta er ekki gott,“ og svo gera ekki neitt.“ Daníel Snær tekur fram að hann sé auðvitað ekki að tala um ofbeldi en að það þurfi að gera eitthvað meira en venjulega, fara í skóla og tala við nemendur og starfsmenn kennara svo dæmi séu tekin.

Daníel Snær gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta myndskeiðið sem hann birti á Facebook en eftirfarandi texti er við færsluna:

„HINGAÐ OG EKKI LENGRA!!!

Það verður að fara að gera eitthvað í verki! Fara í skóla og tala við nemendur og starfsmenn skólanna á manna máli og hreinni íslensku!
Segjum STOPP á einelti í skólum landsins!!
Segjum STOPP á endalausan kvíða hjá unga fólkinu!!

#NoToBullies“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -