Laugardagur 1. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Danir passa upp á okkur fram á haust – Fjórar F-16 orrustuflugvélar og 70 liðsmenn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Flugsveit danska flughersins er komin til Íslands en það er liður í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við landið.

Á vef Landhelgisgæslunnar segir að þetta sé í fimmta skipti sem Danir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefni á Íslandi. Síðast var það árið 2018.

Á síðu Gæslunnar kemur fram að flugsveitin muni taka þátt í verkefninu auk starfsmanna í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Danska flugsveitin sem kemur til landsins í dag er með fjórar F-16 orrustuþotur og 70 liðsmenn.

Búast má við aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á milli 12. til 20 ágúst.

Að sögn Gæslunnar verður framkvæmd verkefnisins með sama sniði og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalaginu fyrir Ísland.

Hefur flugsveitin aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar dvelja aukreitis flugsveitir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins við kafbátaeftirlit.

- Auglýsing -

Utanumhald á framkvæmd verkefnisins fer Landhelgisgæslan með í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia.

Áætlað er að ljúka loftrýmisgæslunni um miðjan september.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -