Laugardagur 30. september, 2023
3.7 C
Reykjavik

Davíð Rúnar Bjarnason er gestur vikunnar í Einmitt: “Að deyja í brautinni frekar en að hætta” 

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Davíð Rúnar Bjarnason afreksmaður í utanvegahlaupum, boxari og baráttumaður er gestur Einars Bárðar í nýjasta þættinum af Einmitt. Fyrir nákvæmlega ári síðan hljóp Davíð Rúnar 100 mílur eða 161 km í utanvegahlaupinu Salomon Hengill Ultra í Hveragerði. Davíð hljóp einnig tvö hundruð kílómetra á hlaupabretti í World Class í desember í fyrra til að vekja athygli á starfsemi Píeta og safna peningum fyrir starfsemi þeirra. Hann þolir ekki bómullarvæðingu og vill að við ölum upp sterka einstaklinga eins og hann segir sjálfur.

„Vil vita hvað ég get“
 

„Maður er bara einu sinni hérna á jörðinni, að því er við vitum og það er skrítið að fólk vilji ekki vita hvað við getum,“ segir hann aðspurður um hvatana til þess að fara svona langar vegalengdir í keppni. „Ég myndi aldrei, ef það eru þrjár vegalengdir í boði, fara í aðra vegalengd en lengst,“ segir hann. Þannig er það ekki hlaupið sjálft sem heillar hann heldur vegalengdirnar. Þannig segir hann forsenduna fyrir því, að reyna 100 mílur, fyrst og fremst það að sjá hvað hann geti í raun lagt á sig sem einstakling og klárað.Minnti sig á það í heilt ár að hann þurfti að klára

Davíð hafði gert atlögu að vegalengdinni árið 2021 og þá þurfti hann að hætta eftir rúmlega tvo þriðju af vegalengdinni. Hann lýsir því hvernig hann hafi verið vonsvikinn og reiður út í sjálfan sig og minnt sig á það á hverju degi í ár að hann ætti eftir að klára þessa vegalengd. Sumarið 2022 var hann svo mættur á ráslínuna, hljóp alla vegalengdina og kláraði. Hann kom í mark í kvöldsólinni í Hveragerði umvafinn vinum og fjölskyldu um rúmlega 31 klukkutíma eftir að hann hóf keppnina.

Davíð og Einar Bárða ásamt aðstandendum.
Ljósmynd: Aðsend

Þolir ekki „macho kjaftæði“

Þá þjálfar hann ungt fólk í ólympískum hnefaleikum og skipuleggur stærstu keppnisviðburði í því sporti á Íslandi. Hann er vinsæll box þjálfari og fer óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni. „Ég læt alla sem eru í þjálfun hjá mér kynnast, set þau niður í byrjun tímabilsins, eitt á móti einu og þau eiga að tala saman, ég vil að þau styrkist líka félagslega.“ Hann segir markmið sitt vera að byggja upp sterka einstaklinga, ekki til þess eins að vera líkamlega sterkir heldur andlega sterkir. Hann þolir ekki „macho kjaftæði“ eins og hann segir sjálfur.

Hljóp til styrktar Píeta samtökunum

Þeir ræða einnig baráttu Davíðs við ADHD og ýmsar áskoranir því tengdu. Þá hefur Davíð Rúnar skipulagt verkefni til styrktar Píeta samtökunum sem hann segir að vinni frábært starf. Það gerir hann bæði til að safna peningum en ekki síður til að vekja athygli á starfsemi þeirra sem hann segir vera til staðar fyrir fólk í sjálfsvígshugsunum á meðan ríkisstofnanirnar séu í fríi á kvöldin og um helgar.

Salomon Hengill Ultra 2023 fer fram eftir tvær vikur í Hveragerði.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér bit.ly/3AuejEW

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -