Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Dísa Jakobs á tónleikaferðalag með Trentemøller: „Já, þetta er nefnilega svolítið stórt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er engin önnur en söngkonan Bryndís Jakobsdóttir eða Dísa Jakobs eins og hún er gjarnan kölluð. Þrjátíu og fimm ár eru síðan þessi fagri söngfugl fæddist.

Dísa hefur ekki langt að sækja sönghæfileika sína en hún er dóttir Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar. Dísa hefur sungið með hljómsveit foreldra sinna, Stuðmönnum og Baggalúti svo fáeitt sé nefnt. Sólóplata Dísu samnefnd henni kom út árið 2008 og varð til upp úr samstarfi hennar og Moses Hightower, en hún hefur einnig gefið út plötu í samstarfi við Mads Mouritz.

Mannlíf heyrði í Dísu hljóðið og spurði hana út í afmælisdaginn.

„Ég er að fara að fá fjölskylduna heim til mín í brunch og svo er ég að fara í eitthvað surprise sem ég veit ekki hvað er, með vinum mínum og svo ætlum við nokkrir vinir að hittast í kvöld og fara út að borða,“ svaraði Dísa og var greinilega spennt fyrir deginum.

En hvað er svo á döfinni hjá afmælisbarninu á næstunni? „Heyrðu, ég er að fara á tónleikaferð með Trentemøller sem er vel þekktur raftónlistarmaður. Við erum að fara til Ameríku og túra um alla Evrópu.“ Þegar blaðamaður Mannlífs segir með aðdáun að þetta sé sem sagt mjög stórt mál svaraði Dísa: „Já, þetta er nefnilega svolítið stórt.“

En hefur Dísa ferðast eitthvað utan í sumar eins og annar hver Íslendingur eða hefur hún látið sér nægja að skoða Ísland?

- Auglýsing -

„Sko, ég er búinn að vera úti í Danmörku út af þessu tónleikaferðalagi og ég var eiginlega bara að koma heim og hef verið í svona kósý hérna í bænum með strákunum mínum. Við erum aðeins búin að fara í Adrenalínskemmtigarðinn á Nesjavöllum og í Reykjadalinn, bara svona stuttar fjallgöngur, reyna að hreyfa sig eitthvað,“ svaraði Dísa kát.

Mannlíf óskar Dísu innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -