Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Dómsmálaráðherra vill afnema einokun ÁTVR: „Ekki samstaða milli ríkisstjórnarflokkanna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp núna í haust sem gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að starfrækja netverslun með áfengi.

Ekki er samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar, samkvæmt frétt RÚV, en þar segir að töluverð óvissa hafi ríkt um lögmæti netverslunar með áfengi hér á landi. Og að flest fyrirtæki sem bjóða upp á þannig þjónustu eru rekin á útlendri en ekki íslenskri kennitölu.

Eins og frægt er þá höfðaði ÁTVR mál í fyrra í þeim tilgangi að stöðva slíka sölu á grundvelli einkaleyfis. Héraðsdómur vísaði málinu frá; því var ekki áfrýjað.

Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, vill eyða allri óvissu um málið og heimila fyrirtækjum sem eru með íslenska kennitölu að starfrækja netverslun með áfengi hér á landi.

Frumvarp Jóns verður lagt fram í nóvember næstkomandi:

„Ég er bara að skýra leikreglurnar um þessa tegund verslunar með áfengi sem er búið að vera staðreynd í okkar samfélagi í mörg mörg ár. Ég sé ekki mikinn mun á því hvort að menn kaupa í gegnum innlenda eða erlenda vefverslun,“ segir dómsmálaráðherra.

- Auglýsing -

Jón er spurður hvort hann sé með þessu frumvarpi að með afnema endanlega og formlega einokun ÁTVR á markaði:

„Ja, hvenær rofnaði hún? Var hún ekki rofin til að mynda með því að það er ekkert vandamál að flytja inn vín sjálfur. Kaupa vín af erlendum vefverslunum, hvort sem er hér í Evrópu eða annars staðar. Það koma hér heilu brettin jafnvel heilu gámarnir í slíkum innflutningi á hverju ári. Var einokunin rofin þá eða er verið að rjúfa hana núna? Eða rauf ég hana með frumvarpinu sem var samþykkt í vor með sérstöku leyfi fyrir brugghúsin, bæði með sterkt vín og öl?“ segir Jón sem býst við því að frumvarpið verði ekki óumdeilt:

„Það segir það ekki endilega að það verði einhver samstaða milli ríkisstjórnarflokkanna í þessu máli. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er svolítið langt á milli flokka þegar kemur að sjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -