Fimmtudagur 30. mars, 2023
6.8 C
Reykjavik

Dómsmálaráðuneytið fer á svig við lög: Hvað fór fram á fundi Brynjars og Namibíumannanna?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Algjör þögn ríkir hjá dómsmálaráðuneytinu varðandi fund aðstoðarmanns Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, við Namibíska embættismenn í sumar.

Mannlíf sendi þann 27. júlí tölvupóst á dómsmálaráðuneytið og óskaði eftir svörum við nokkrum spurningum með vísun í upplýsingalög. Spurningarnar vörðuðu fund Brynjars Níelssonar aðstoðarmanns Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hann átti við Namibíska embættismenn í sumar. Var tilgangur fundarins sá, samkvæmt Brynjari, að ræða hið svokallaða Samherjamál sem er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Afríkuríkinu. Spurningarnar voru svohljóðandi:

1. Hver var tilgangur fundarins?
2. Bar mál gegn Samherja á góma á fundinum?
3. Hverjir voru nákvæmlega viðstaddir fundinn?
4. Hvernig stóð á að fundurinn var haldinn? Hver bað um fundinn?
5. Hversu lengi stóð hann yfir?

Þá óskaði Mannlíf eftir minnisblaði frá fundinum.

Nú, tíu dögum síðan, hefur ekkert svar borist úr ráðuneytinu. Samkvæmt 17. gr. upplýsingalaga skal afgreiða beiðni svo fljótt sem verða má og hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga skal skýra frá ástæðum tafa. Þann þriðja ágúst sendi Mannlíf ítrekun og bað um útskýringu á töfunum en hefur ekki enn fengið svör. Dómsmálaráðuneytið hefur því farið á svig við upplýsingalög.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -