Sunnudagur 28. maí, 2023
6.1 C
Reykjavik

Dómurinn kom Páli á óvart: „Það er leitt að tjáningarfrelsið tapi fyrir sakborningum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í dag var Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og Moggabloggari, dæmdur sekur í meiðyrðamáli Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar gegn honum. Voru ummæli sem hann skrifaði á bloggsíðu sinni dæmd ómerk. Þá var honum gert að greiða þeim 300.000 kr hvorum og 700 þúsund í málskostnað.

Ummálin snéru að því að Þórður og Arnar hefðu framið alvarleg hegningarlagabrot með því að koma að því að byrla manni og síðan stolið einhverju af honum. Er um að ræða Byrlunarmálið svokallaða sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum síðastliðið ár.

Í samtali við Pál segir hann að dómurinn hafi komið á óvart. „Dómurinn kom á óvart. Sakborningar í alvarlegu refsimáli, byrlun og gagnastuldi, fengu dæmd ómerk ummæli að þeir ættu „beina eða óbeina aðild“ að málinu. Ég hef ekki séð rökstuðning dómara og get ekki tjáð mig um hann. En það er leitt að tjáningarfrelsið tapi fyrir sakborningum.“

En er þér stætt sem kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir dóminn?

„Tveir blaðamenn höfðuðu einkamál á hendur mér vegna skrifa minna um þjóðfélagsmál. Spurningin ætti fremur að vera: er sakborningum í alvarlegum refsimáli sætt í störfum sínum sem blaðamenn?“ svaraði Páll blaðamanni um hæl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -