Sunnudagur 3. nóvember, 2024
5.1 C
Reykjavik

Dóra Björt var lögð í einelti af kennurum: „Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Dóra Björt Guðjónsdóttir var lögð í einelti af kennurum á sínum yngri árum. Um þetta opnaði hún í Facebook-færslu rétt í þessu.

Pírataframbjóðandinn Dóra Björt Guðjónsdóttir segir frá því í nýrri Facebook-færslu að hún hafi hlotið þann heiður að ávarpa ráðstefnu ADHD-samtakanna nýlega og segir frá því í leiðinni að hún sjálf sé með ADHD.

„Ég hlaut þann heiður að ávarpa ráðstefnu ADHD-samtakanna nýverið sem fjallaði um ADHD og konur, og tók þátt í að veita Hljóðbókasafninu heiðursverðlaun samtakanna.

Ég er jú kona með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt.“

Dóra Björt segist hafa fengið að finna fyrir því í námi að vera með ADHD:

„Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman.“

Segist hún enn finna fyrir þessari „grímu“ en að áhrifin hafi minnkað:

„Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig.
Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm.“

Að lokum segist hún hafa unnið sig í gegnum hin neikvæðu áhrif með hjálp sálfræðinga og talar fyrir ódýrara aðgengi að sálfræðiþjónustu.

„Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað innri gagnrýnandann. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár.
En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn.
Ég minni á að prófkjöri Pírata lýkur í dag klukkan 16. Margir frábærir frambjóðendur eru í boði og samkeppnin því mikil en ég veit að lífið velur mér leiðina, hvað sem svo sem er í kortunum fyrir mig. Öll geta kosið í öllum kjördæmum með að skrá sig á x.piratar.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -