Miðvikudagur 7. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Dorrit blandar sér í stjórnmálin í Ísrael: „Þú yrðir frábær einræðisherra ef til þess kæmi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Dorrit Moussaieff sendir þakkir til forseta Ísrael sem hefur talað gegn afar umdeildum réttarfarsbreytingum ríkisstjórnar Benjamins Netanjahu. Þar með tekur hún skýra afstöðu gegn forsætisráðherranum umdeilda.

Forsetafrúin fyrrverandi birti ljósmynd af sér með forseta Ísrael, Isaac Herzog og þakkar honum en á dögunum hvatti hann stjórn Netanjahu til að hætta við fyrirhugaðar réttarfarsbreytingar. Þeim hefur verið mótmælt af gífurlegri festu undanfarnar vikur en breytingarnar eru taldar gefa forsætisráðherra landsins aukin völd. Dorrit, sem er ísraelsk að uppruna, segir í færslunni að Mið-Austurlönd þurfi ekki á öðrum einræðisherra en bendir á að Herzog yrði frábær einræðisherra, kæmi til þess.

„STÓRAR þakkir til þín minn kæri forseti. Við þurfum ekki annan einræðisherra í Mið-Austurlöndum. Ég óska þess heitt að öll þjóðin væri undir þínum hæfu höndum !❤️ þú yrðir frábær einræðisherra ef til þessi kæmi“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -