Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Dóttir Sædísar reyndi að svipta sig lífi eftir einelti í Hafnarfirði:„Hún er enn þá uppi á spítala“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tólf ára dóttir Sædísar Hrannar Samúelsdóttur dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. Hún hefur orðið fyrir langvarandi einelti í Hafnarfirði og ofbeldi af hálfu jafnaldra sinna og hefur stúlkan unga ekki mætt í skólann lengi.

Ein af skilaboðunum sem dóttirin unga hefur fengið send.

„Hún er enn þá uppi á spítala. Hún reyndi að taka sitt eigið líf. […] Hún fer ekki í skólann lengur. […] Námsráðgjafi á að hitta hana einu sinni á dag. Kennarinn var búinn að tala um að hitta hana einu sinni í viku. Hún hefur ekkert farið í skólann í meira en hálfan mánuð núna,“ sagði Sædís Hrönn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sædís ræðir hetjulega eineltið sem dóttir hennar hefur þurft að þola og nýlega birti hún einnig myndbönd af árásum sem dóttir hennar hefur orðið fyrir, meðal annars í Smáralindinni. Móðirin segir að eineltið hafi staðið yfir í rúmt ár og um það bil 30 krakkar hafi tekið þátt í hinu grimma ofbeldi.

Gerendur í eineltinu séu bæði samnemendur hennar í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði sem og krakkar úr öðrum skólum. Dóttur Sædísar hefur ítrekað verið sagt að svipta sig lífi. Hún segir að eineltið hafi staðið yfir í rúmt ár en um þrjátíu krakkar hafa tekið þátt í því. Bæði er um að ræða samnemendur hennar í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og krakka úr öðrum skólum. Stúlkunni hefur ítrekað erið sagt að svipta sig lífi.

Þessi skilaboð birti Sædís á Facebook en dóttir hennar fékk þetta sent nafnlaust.

Sædís segist hafa tilkynnt árásirnar sem dóttir hennar varð fyrir til lögreglu sem lítur á málið með mjög alvarlegum augum. Hún segir lögregluna gera eins mikið og hún geti gert. Eins og gefur að skilja segist Sædís Hrönn vera hálf dofin og vonlaust eftir allt það sem hefur gengið yfir og

Myndbandið hér fyrir birti Vísir á vef sínum en þar má sjá dóttur hennar verða fyrir ofbeldi í Smáralindinni:

 

- Auglýsing -

Ef þú upplifir vanlíðan eða sjálfsvíghugsanir eða hefur áhyggjur af einhverjum í kringum þig þá getur þú leitað til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 (opið allan sólarhringinn), Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -