Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Dregið úr takmörkunum í fáum en stórum skrefum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkomubanni og takmörkunum verður aflétt í fáum en stórum skrefum. Þetta kom fram á upplýsingafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti afléttingu samkomuhafta og næstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa beitt hörðum aðgerðum í alþjóðlegu samhengi. Hún sagði að hér hefðu heilbrigðisyforvöld tekið mörg sýni og beitt smitrakningu þannig að eftir því er tekið. Eins hefði sóttkví og einangrun verið beitt með góðum árangri.

Hún segir að með þessu aðgerðum sé smitum farið að fækka og að helstu markmiðum hafi verið náð, svo sem að hefta útbreiðslu og verndun viðkvæmra hópa.

„En það þýðir ekki að þetta sé búið,“ sagði Katrín.

„Sigurinn er ekki í nefnilega ekki höfn,“ sagði hún og líkti baráttunni við veiruna við fjallgöngu. „Það borgar sig ekki að flýta sér niður, þá rennur maður niður og endar á nefinu.“

Mynd / Hallur Karlsson

Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí. Banninu verður aflétt í fáum en stórum skrefum.

- Auglýsing -

Þá mun fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður þá með eðlilegum hætti.

Hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi geta þá hafið rekstur aftur. Svandís Svaarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að þá væri mikilvægt að tryggja öryggi viðskiptavina og passa áfram upp á sóttvarnir. „Þarna erum við að leggja mikið traust á þetta fólk sem sinnir þessari þjónustu,“ sagði Svandís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -