Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Drífa ósátt við ósmekklegheit Stöðvar 2: „Við skulum ekki taka ofbeldi karla gegn konum alvarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Drífa Snædal er allt annað en ánægð með þáttastjórnanda NFL-þáttarins Lokasóknin á Stöð 2 Sport og gesti hans.

Andri Ólafsson þáttastjórnandi NFL-þáttarins Lokasóknin á Stöð 2 Sport fékk til sín þá Eirík Stefán Ásgeirsson forstöðumanns íþróttadeildar Stöðvar 2, Stöðvar 2 Sports, Vísis og Bylgjunnar og Henry Birgi Gunnarsson íþróttafréttastjóra sömu miðla, í settið til að fara yfir komandi tímabil í NFL-deildinni bandarísku. Eitt af því sem þeir gerðu fór fyrir brjóstið að talskonu Stígamóta, Drífu Snædal en það var þegar þeir fóru yfir handtökur leikmanna deildarinnar í sumar. Hún skrifaði kaldhæðna Facebook-færslu þar sem hún hæðist að þessum ósmekklega dagskrárlið.

Skjáskot úr þættinum

„Mikið er þetta fyndið og skemmtilegt. Rætt á léttum nótum um „handtökur sumarsins“ í ameríska fótboltanum. Gaman að skreyta svo með tjáknum og hlæja soldið.“ Þannig hefst færsla Drífu sem vakið hefur athygli og ljóst að margir eru sammála henni í að finnast þetta ósmekklegt. Drífa telur síðan upp dæmi um afbrot sem Andri og gestir hans tala um að framdir hafi verið í sumar.

„Þarnar er einn gæji sem miðaði byssu á höfuð barnsmóður sinnar, einn sem braust inn til fyrrum kærustu og annar sem reynda að kyrkja sína fyrrverandi. Allt saman svo fyndið. Við skulum ekki taka ofbeldi karla gegn konum alvarlega.“

Að lokum skýtur Drífa fast á þríeykið:

„Við skulum gefa þau skilaboð að það sé eitthvað til að gera grín að. Svo skulum við hafa meiri áhyggjur af slaufun en ofbeldinu sjálfu og svo skulum við vera rosalega hissa þegar ungir drengir (jafnvel íþróttamenn) beita konur ofbeldi. Svo tökum við undir þegar þeir skilja ekkert í því þegar þeir eru krafnir afleiðinga.“

- Auglýsing -

Uppfært:

Mannlíf hafði samband við Andra Ólafsson og bað hann um viðbrögð við færslu Drífu. Upp úr klukkan fjögur barst skriflegt svar en þar sagðist hann sammála Drífu: „Ég er sammála Drífu. Þetta var misheppnað grín hjá okkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -