Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Drífa um mál Þórðar Snæs: „Við höfum farið í gegnum þetta handrit áður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Drífa Snædal vill að stjórnmálafólk verði spurt hvernig það ætli að beita sér gegn kynbundnu ofbeldi og kvenfyrirlitningu í samfélaginu.

„Þórður tekur ekki sæti á þingi og hvað svo?

Við höfum farið í gegnum þetta handrit áður, það kemst upp um gamla eða nýja kvenfyrirlitningu, umræða fer af stað, viðkomandi stígur til hliðar/segir af sér og þá hefst „maður að meiri“ tímabilið og svo er allt búið. Svo gerist ekkert meir fyrr en næsta afhjúpun verður. Ef þú leggur ekki lag þitt við flokk sem vill kvenfrelsi, heldur til dæmis flokk sem vill hefta sjálfsákvörðunarrétt kvenna þá geturðu setið sem fastast og þarft ekki að biðjast afsökunar á neinu.“ Þannig hefst Facebook-færsla talskonu Stígamóta, Drífu Snædal sem hún birti í dag. Og hún heldur áfram:

„Við sem brugðust við síðustu afhjúpunum óskuðum eftir uppgjöri við ógeðslegt tímabil í okkar lífi og í samfélaginu en jafnframt umræðu um hver staðan er í dag. Það er enn ríkjandi kvenfyrirlitning og hún birtist í kynbundu ofbeldi og kynbundnum launamuni til dæmis. Það að einn maður stigi til hliðar eykur ekki öryggi kvenna í dag eða sjálfsákvörðunarrétt og leiðréttir ekki vanmat á framlagi kvenna til samfélagsins.
Hvað er þá til ráða? Eigum við að krefjast þess að frambjóðendur allir sem synt hafa kvenfyrirlitningu víki? Af nógu er að taka og auðvelt að birta allan sorann sem gengið hefur kvenna á milli síðustu tvo daga með upprifjunum. Er það okkar verkefni sem stóðum í eldinum fyrir tuttugu árum síðan að fara í þetta uppgjör eða getum við krafist þess að þeir sem báru ábyrgð á þeirri menningu geri það? Er það hlutverk okkar kvenna og kvára sem stöndum í eldinum í dag að hjálpa drengjum og körlum með viðhorf sín eða er hægt að krefja karla um að vera góðar fyrirmyndir og virkja sig og aðra í baráttu gegn ofbeldi og kvenfyrirlitningu?“

Að endingu spyr Drífa hvort það sé ekki eðilegt að spyrja stjórnmálaflokk út í þeirra plan í málaflokkinum:

„Er ekki eðlilegt að það sé með fyrstu spurningum sem stjórnmálafólk er spurt að: Hvernig á að uppræta kynbundið ofbeldi og aðra kvenfyrirlitningu? Hvernig ætlar þú að beita þér í þessu stærsta hagsmunamáli kvenna og kvára?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -