Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Dumitru sakaður um að vera banamaður Daníels: „Daníel var alltaf að reyna að fá hálsmenið til baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag fer fram aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Dumitru Calin. Honum er að gert að sök að hafa verið valdur að dauða Daníels Eiríkssonar þann 2. apríl árið 2021 og ekki komið honum til hjálpar. Er ákæran meðal annars fyrir manndráp af gáleysi.

Dumitru sagði fyrir dómi að Daníel hefði áreitt hann og hótað honum um langa hríð áður en þeir hittust þennan dag. Meðal annars hafi Daníel komið heim til hans með haglabyssu. Dumitru sagðist fyrir dómi ekki hafa hugmynd um það hvers vegna Daníel hefði sótt svo á hann. Það hafi haft að gera með eldri viðskipti og misskilning með fjármuni.

Eiríkur Sigurbjörnsson, faðir Daníels heitins, sagði í samtali við blaðamenn fyrir utan réttarsalinn að ástæðan fyrir því að Daníel hefði reynt að komast i samband við Dumitru árið á undan hafi verið vegna þess að hann hefði stolið hálsmeni af Daníel, sem móðir hans hafði gefið honum og var honum afar kært.

„Daníel var alltaf að reyna að fá hálsmenið til baka sem hann hafði stolið af honum ári áður, upp á dag. Þess vegna var hann alltaf að reyna að ná í hann,“ sagði Eiríkur.

Eiríki og fjölskyldu Daníels þykir leiðinlegt að sakborningur bendi ávallt á aðra en sjálfan sig.

- Auglýsing -

Þau segja Dumitru hafa rænt hálsmeninu af Daníel 2. apríl 2020. Það er nákvæmlega ári áður en atburðurinn við Vindakór átti sér stað sem dró Daníel til dauða. Þeir höfðu verið í viðskiptum og var Daníel rændur á staðnum.

„Hann reyndi ítrekað að fá hálsmenið til baka yfir þetta ár. Mamma hans gaf honum það. Það var honum afar kært og hann var miður sín.“

Fjölskylda Daníels segist ekki á nokkurn hátt kannast við það að Daníel hafi komið heim til Dumitru og hótað honum með hagalbyssu.

- Auglýsing -

Eiríkur Sigurbjörnsson var í ítarlegu viðtali við Mannlíf á dögunum um örlög sonar síns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -