Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Dúndurdagar Daða Freys vs. Daprir Dagsdagar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Góð vika – Daði Freyr og félagar

„Ókei ég get dáið hamingjusöm. Russell Crowe horfði á myndband sem ég gerði.“ Já, Guðný Rós Þórhallsdóttir, leikstjóri vídeósins við lagið Thinking About Things, sem er framlag tónlistarmannsins Daða Freys og Gagnamagnsins til Söngvakeppninnar, átti erfitt með að hemja tilfinningarnar þegar í ljós kom að sjálfur Russell Crowe hafði deilt myndbandinu á Twitter. Crowe er eins og kunnugt er mikill Íslandsvinur eftir að hafa dvalið hér við tökur á stórmyndinni Noah um árið en það sem færri vita er að leikarinn hefur líka dálæti á Eurovision og svo virðist sem íslenska lagið og myndbandið við það hafi hitt í mark. Daði sjálfur virtist varla trúa því að Óskarsverðlaunahafinn hafi sett vídeóið á samfélagsmiðla: „Var Russell Crowe að deila myndbandinu?“ skrifaði hann á Twitter. Fyrir utan þetta hafa ýmsar erlendar stjörnur keppst við að lofa lagið, sem er komið með yfir 44 þúsund áhorf á YouTube, og hafa Daði og félagar því fulla ástæðu til að gleðjast, enda ekki oft sem lögin í Söngvakeppninni vekja jafnmikil viðbrögð utan landsteinanna.

Slæm vika – Dagur B. Eggertsson

Borgarstjóri Reykjavíkur hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og svo virðist sem sótt sé að honum úr öllum áttum. Athafnamaðurinn Bolli Kristinsson er einn þeirra sem hefur beint spjótum sínum að Degi og segir tilraun hans og borgaryfirvalda með lokun gatna í miðbænum ekki aðeins hafa misheppnast heldur hafi hún valdið fjölda fyrirtækja gífurlegu tjóni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vandar borgarstjóra heldur ekki kveðjurnar vegna skýrslu borgarskjalavarðar um Braggamálið og einn virtasti arkitekt landsins, Rut Káradóttir, skilur ekkert í borgaryfirvöldum að ætla „að fórna einhverju verðmætasta græna landi borgarinnar og ófyrirséðum fjármunum vegna skammsýni og hugmyndaleysis“, með vísan í áformin um að byggja um 4.500 fermetra hvelfingu í Elliðaárdal. Og þá er óupptalin forystusveit Eflingar sem sakar borgina um að hafa slegið á útrétta sáttarhönd láglaunafólks í yfirstandandi kjaraviðræðum. Nei, það er svo sannarlega ekki öfundsvert hlutskipti að vera borgarstjóri um þessar mundir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -